Skírnir - 01.09.2010, Síða 36
dóttirin Hekla mikill örlagavaldur og má spyrja sig hvort hún flytur
í raun ekki boðskap höfundar. En atburðarásin er í senn trúverðug
og í hæsta máta ótrúleg, ef svo má að orði komast; málfarið
skrúðmikið, en samtímis örlar á gagnrýni á íslenska andapollinn.
Víst er um það að stílsmáti höfundar er ærið mikið undir áhrif -
um nýrómantíkurinnar, þess ljóðræna flugs sem fært hafði Jóhanni
Sigurjónssyni sigur. Þetta andóf við hversdaglegu tungutaki nat-
úralismans ásamt stórfelldum innviðunum var þó það sem hreif
áhorf endur þegar leikurinn kom fram, bæði í Danmörku og á Ís-
landi. Þegar Sven Lange, áhrifamesti leikrýnir Dana á þeim árum,
lýsti því yfir að lítið hefði vantað á stórsigur með Höddu Pöddu,
kenndi hann leikhúsinu og leikurunum fremur um en texta höf-
undar.18 En viðtökur voru eigi að síður afar lofsamlegar og leikur-
inn var yfirleitt nefndur þegar helstu verk Guðmundar Kamban
voru talin upp í dönskum ritum. Viðtökur á Íslandi voru einnig
mjög jákvæðar. Til marks um það er til dæmis löng og ítarleg um-
sögn Bjarna frá Vogi í Vísi um áramótin 1915–1916. Þó að hann
finni að ýmsu í sjálfri leiksýningunni, vefst hvorki fyrir honum né
öðrum íslenskum leikrýnum að kominn er fram marktækur hæfi-
leikaríkur höfundur. Bjarni segir:
Verkið er gott og kostirnir yfirgnæfa gallana langsamlega. — Leikrit þetta
er að vísu ekki neitt stórvirki og efni þess er ekki stórkostlegt að neinu leyti.
En því merkilegra er það um frumsmíð ungs manns, að þessir daglegu at-
burðir ná verulega föstum tökum á hug lesenda. Fólkið í leiknum skipast
alt utan um Hrafnhildi, því að hún er ekki aðeins söguhetjan, heldur má
nálega segja að hún sé allur leikurinn. […] Höfuðkostur er það á leiknum,
að viðtal manna er vel samið. Höf. eltir ekki ólar við það, sem er hvers-
dagslegast og ljótast í viðræðum manna á milli, en hann gerir þó eigi mál
manna alt of hátíðlegt eða leiðinlegt. Og engin tilgerð er þar, en svo er
ljóðfeldnin mikil víða, að oss finst hörpuhljómar vefja sig um viðtalið.
Svipar höf. að þessu leyti mjög til Jóhanns Sigurjónssonar … Um leikarana
vil eg geta þess, að þeir intu verk sitt vel af hendi. Ræð eg það einkum af því,
292 sveinn einarsson skírnir
18 Sven Lange, Politiken, 15. nóvember 1914. Sjá ennfremur Julius Clausen, Ber l-
ingske Tidende, sama dag, Masken, 22. nóvember 1914, og Louis Lévy í Til-
skueren, desember 1914. Allir bera mikið lof á sýninguna og leikinn, þó að
Clausen finni t.d. að einstökum atriðum.
Skírnir haust 2010_Layout 1 27.10.2010 18:02 Page 292