Skírnir - 01.09.2010, Page 37
293um leikskáldið kamban
að mér þótti leikurinn miklu betri er eg sá hann, en þá er eg las hann. Er það
öfugt við það sem vant er að vera.19
Greininni fylgir einhver lengsta úttekt á leik einstaks leikara sem
um getur í íslenskri leiklistarsögu; Bjarni telur hlutverk Höddu
Pöddu svo vel af hendi leyst í meðförum Guðrúnar Indriðadóttur
að jafnist á við Höllu hennar í Fjalla-Eyvindi.20 Í Ísafold segir Ego
um leikinn: „En svo er leikriti Kambans háttað, sem einkenni er um
hinn besta skáldskap, að þau vinna við hvern lestur. Og sú mun
raunin verða á við leiksýningarnar hér …“ Ego segist ekki ætla að
rekja efnið, en vísar til úttektar fyrr í blaðinu og tilvísana í dóma
danskra blaða vegna leiksins þar.21 Gagnrýnandinn gerir því skóna
að meira hafi verið borið í dönsku sýninguna og hún því verið
áhrifaríkari, enda beri umsagnir það með sér, en hrósar Guðrúnu
Indriðadóttur í aðalhlutverkinu þó að hún verði ekki sú Guðrún
Ósvífursdóttir sem í hlutverkinu búi, segir Emilíu Indriðadóttur á
kolvitlausum stað í hlutverki „rándýrsins“ Kristrúnar og að Jens B.
Waage hafi ekki tekist að gefa elskhuganum Ingólfi líf; það virðist
Poul Reumert ekki hafa tekist heldur í Kaupmannahöfn. Um
viðtökurnar má í heild segja að Danir hafi tekið leikritinu betur en
Íslendingar, sem þó hafi fagnað því af fullri kurteisi.
Þetta verk hefur þó ekki átt verulega upp á pallborðið hjá ís-
lenskum bókmenntarýnum síðari tíma. Í bókinni Guðmundur Kamb -
an: Æskuverk og ádeilur lætur Helga Kress sér að vísu vel líka
bygg ingu Höddu Pöddu, en segir stílinn ákaflega ljóðrænan og næst -
um ofhlaðinn rómantískum myndum og líkingum og spyr hvort
slíkur stíll sé í samræmi við talað mál.22 Spyrja má sig auðvitað hvort
það var markmið hinna nýrómantísku leikskálda. Raunsæistilsvör eru
ekki annað en ein aðferð leikskálda af mörgum við að koma hugs-
unum og tilfinningum til skila og það vissu þeir víst báðir, Shakespeare
og Ibsen. Árni Ibsen tekur að mörgu leyti undir aðfinnslur Helgu
skírnir
19 Bjarni Jónsson frá Vogi, Vísi, 27. desember 1915.
20 Vísir 3. janúar 1916. Sjá einnig Vísi 9. og 10. janúar (Bjarni Jónsson frá Vogi) og
13. og 24. janúar 1916 (Jakob Möller).
21 Ísafold 29. desember 1915, 5. og 15. janúar 1916. Sjá ennfremur illkvittinn Lög-
rjettu-innsendara frá „áhorfanda“ 8. mars 1916.
22 Helga Kress 1970a: 42.
Skírnir haust 2010_Layout 1 27.10.2010 18:02 Page 293