Skírnir - 01.09.2010, Page 38
Kress og augljóst að sá ferskleiki og upphafning úr hinu hversdagslega
umhverfi, sem leikurinn þrátt fyrir allt fól í sér, höfðar ekki lengur til
lesanda nærri aldamótunum 2000. Árni segir hin nýrómantísku verk
Kambans vera verk óráðins höfundar og finnst sú persónusköpun sem
Georg Brandes hafði borið lof á „framandleg“ og „ekki trúverðug“.23
Konungsglíman beið ein sex ár eftir því að komast á svið í Kaup-
mannahöfn. Leikstjóri var Svend Methling og ekki höfundur. Við -
tökur í Reykjavík 1917 voru því með öllu óháðar skírskotun til
Kaupmannahafnarblaðanna. Mat leikrýna á sjálfu leikritinu var
nokk uð svo hikandi, menn viðurkenndu að vísu hæfileika höfundar
og þótti efnisvalið forvitnilegt. Og öllum bar saman um að Stefanía
Guðmundsdóttir hefði sýnt afburðaleik í hlutverki hinnar torráðnu
Heklu. Satt að segja hefur Konungsglímunni farnast öllu verr hér, þó
að til væru þeir bókmennta- og leikhúsmenn í Danmörku sem tóku
Konungsglímuna fram yfir Höddu Pöddu.24 Þegar eftir að sýning -
um lauk birtist langur greinaflokkur í Vísi þar sem gerð var úttekt
á leiknum og þar viðurkennt að sumt sé betra og fallegra í þeim leik
en Höddu Pöddu. En að öllu samanlögðu hefði Leik félagið ekki átt
að flytja þennan leik.25
Í bók sinni um Guðmund Kamban finnur Helga Kress Konungs-
glímunni flest til foráttu: Söguþráðurinn „snurðóttur“ … Bygg ing
leikritsins verður að teljast nokkuð brotakennd“ … „reyf ara kenndum
efnisatriðum“ ægir „saman við rómantísk atriði. … Persónulýsingar
eru allar lítt sannfærandi.“ Enn víkur Helga að stílnum og telur höf-
und ekki vanda hann nóg. Hún nefnir nokkur dæmi, og bryddar hér
upp á efni sem kann að vera að hafi fjarlægt Kamban frá sínu eigin ætt-
arlandi, þegar fósturlandið vildi skila honum aftur.26
294 sveinn einarsson skírnir
23 Árni Ibsen 1996: 647–648. Sbr. inngang Brandesar að enskri útgáfu Höddu Pöddu
(Guðmundur Kamban 1917: v–vi) sem og grein Louis Lévy í Tilskueren, desem-
ber 1914.
24 Sjá Martin Ellehauge (1933: 48) sem orðar þetta svo: „I Hadda Padda bydes intet
udover en Udmaling af de Følelser, der vækkes ved, at en Mand skifter Elsker-
inde.“ Og segir að ástarferhyrnningurinn í Konungsglímunni veki minni áhuga en
sú samfélagsgagnrýni sem fléttist inn í atburðarásina. „Det er det politiske Int-
rigespil, hvortil Menneskeblod bringes som Offer, Forfatteren langer ud efter.“
25 R.V., Vísi , 7. 8. og 10. febrúar 1918.
26 Helga Kress 1970a: 46–49.
Skírnir haust 2010_Layout 1 27.10.2010 18:02 Page 294