Skírnir - 01.09.2010, Page 49
305um leikskáldið kamban
hann Brynjólf biskup og séra Hallgrím upp sem andstæður og aug-
ljóst að samúðin er með hinu fátæka sálmaskáldi. Þegar hann hefur
svo lýst því hvernig Ísland lifði af viðskiptalega áþján og erfiðar
aðstæður náttúru og pesta, bætir hann við að það hafi verið að þakka
því að tungan lifði. Kannski ekki sérlega frumleg skoðun, en ef til
vill sönn eigi að síður.44
Ádeilur og heimsósómi
Ég kýs mér þar völl sem ranglætið ræður,
ég vil ryðja þar land fyrir ungviði sannleikans.
Guðmundur Kamban, úr minnisbók.
Við að skoða ummæli danskra bók- og leikmenntamanna um leik-
rit Kambans, Marmara (Marmor), er ljóst að mörgum þeirra þykir
hann þar finna gáfum sínum hvað glæstastan farveg, ádeilan og hug-
sjónaeldurinn ná hvað mestu flugi og ímyndunaraflið njóta sín hvað
best. Við lestur. Danir hafa til þessa dags veigrað sér við að leika
þetta langa og margorða verk, Þjóðverjar gerðu tilraun til þess í
Mainz 1933, en eftir að nazistar komust til valda munu allar slíkar
villukenningar um gagnsleysi, að ekki sé sagt öfug áhrif hefðbund-
innar fangelsisvistar, ekki hafa fallið að hugsun og aðferðum stjórn-
valda þar og sýningar urðu ekki víðar.45 Það var ekki fyrr en á jólum
skírnir
44 Guðmundur Kamban 1930b: inng. 5–9. Fróðlegt er að sjá, hvernig þessi inn-
gangur varð að samtali við gagnrýnendur. T.d. þótti mörgum sænskum gagn -
rýnendum skáldverkið vera sem freska eða veggmynd af sögu Íslands og Anders
Österling líkti því við Kristin Lafransdatter eftir Sigrid Undset, að bókin sé m.ö.o.
„mästerverk“. Aðrir bókmenntamenn sænskir spöruðu heldur ekki stóryrðin og
töldu að „den isländska ättesagan“ (þ.e. Íslendingasögurnar) væru nú endur-
bornar. Ekki ómerkari menn en Torsten Fogelkvist í Dagens nyheter, J.M Sil-
verstolpe i Stockholms Tidningen, Gösta Attorps i Svenska dagbladet og Harald
Schiller i Sydsvenska dagbladet fjölluðu um útkomu skáldsögunnar. Allir eru
sammála um að hér sé á ferð stórvirki og einhver merkasta sögulega skáldsaga
okkar tíma (Tilvitnanir getur að líta á kápu 4. bindis skáldsögunnar, 1931b). Þetta
voru fyrstu viðbrögð utan Danmerkur.
45 Það mun hafa verið goðsaga Kristjáns Albertssonar að nazistar hafi bannað fleiri
sýningar á verkinu við valdatökuna; fjöldi sýninga í Mainz mun hafa verið fyrir-
fram ákveðinn, samtals fjórar. Sjá Ásgeir Guðmundsson 2009: 189. Frumflutn-
ingurinn var í Stadttheater Mainz , dagana 7. febrúar til 3. mars 1933, og mun
Skírnir haust 2010_Layout 1 27.10.2010 18:02 Page 305