Skírnir - 01.09.2010, Side 51
307um leikskáldið kamban
í réttarsal og sá fjórði á geðveikrahæli þar sem menn hafa komið
Belford fyrir; hann hefur verið fundinn saklaus en geðveikur líkt og
Hams un. Loks er svo eftirleikur: afhjúpuð er stytta af stórmenninu
Bel ford og í lok athafnar er smáþjófur hirtur upp af lögreglunni við
umrædda styttu; ekkert hefur gerst af því sem Belford boðaði.
Orðræðan í leiknum er beitt og snjöll og hin vitsmunalega nálg un
og sú tilfinningalega samúð sem verkið vekur haldast í hendur. Þetta
er verk skarpgáfaðs höfundar og djúphygli skáldsins vekur aðdáun.
Bent hefur verið á hversu mikil fyrirmynd Oscar Wilde er Kamban um
þá samræðulist sem hann leitast við að hafa uppi í leikritinu.48
Spurningin er auðvitað, hvort eða hvenær verk með svo afdrátt-
arlausan boðskap hefur þau áhrif sem höfundinn dreymir um. Þegar
Kamban skrifaði Marmara var hann vel heima í umdeildum ritum um
réttarfar þess tíma og sérstaklega virðist hann hafa kynnt sér verk
Thomasar Mott Osborne, Within Prison Walls (Innan fangelsis múra,
1914) og Society and Prisons (Samfélag og fangelsi, 1916) sem voru
ný af nálinni þegar Kamban var vestra og ollu miklu umróti. En Os-
borne lét ekki sitja við skrifin ein. Þó að hann gengist kannski ekki
inn á kröfu Roberts Belford um að loka öllum fangelsum, kom hann
á umtalsverðum umbótum í fangelsismálum, einkum í Sing Sing-
fangelsinu, svo og breyttu hugarfari gagnvart föngum. Hvar er sú
umræða í dag, þegar allir eru á skilorði og fangelsin svo yfirfull að
glæpamönnum er sleppt út á götuna jafnóðum og málið telst upp lýst
(aðallega þó smáglæpamönnum, eiturlyfjabarónarnir virð ast hins
vegar sjaldnast nást fremur en fyrri daginn)? Þeirri umræðu er langt
frá því lokið og jafn brýn í dag sem fyrir 100 árum.49
skírnir
48 Guðmundur Kamban (1929c) ritaði langa grein um Wilde í tímaritið Iðunni og
snilld hans sem rithöfundar, en dvaldi þó einkum af fullkomnu fordómaleysi við
réttarhöldin yfir skáldinu sem hann taldi Bretum til mikillar smánar. Uppkast á
dönsku með nokkrum frávikum og fyllri, „Oscar Wildes Skæbne“, er í eftir-
látnum gögnum Kambans, Lbs. Guðmundur Kamban H 15.5. Hér skal einnig
nefnt að eitt leikrit eldra, Justice (Réttlæti, 1911) eftir John Galsworthy fjallar um
ekki ólíkt efni og þar koma m.a. fyrir réttarhöld, en efnistök eru að öðru leyti
ólík og ádeila Kambans róttækari, þó að Galsworthy deili einnig á fangelsismál.
49 Einna nýlegustu og umfangsmestu útttekt á fangelsismálum vestra og þróun
þeirra er að finna í bók eftir Rebeccu MacLennan (2008) þar sem framlagi Os-
bornes eru gerð ítarleg skil. Hún telur þó ekki að kenninga hans sjái mikil merki
í verki í dag, sbr. viðtal greinarhöfundar við MacLennan, 8. október 2009.
Skírnir haust 2010_Layout 1 27.10.2010 18:02 Page 307