Skírnir - 01.09.2010, Qupperneq 57
313um leikskáldið kamban
skiptum þeirra skötuhjúa, Vivianne og Percys. Hún er uppreist-
armaður, ekki síður en Robert Belford, en í leiknum gengur hún út
frá því líkt og frú Warren hjá Shaw, að hlutverk skækjunnar sé fyr-
ir litlegt í sjálfu sér, ekki bara í augum samfélagsins. Hún tekur sem
sagt upp gildismat samfélagsins. En þjóðfélagsádeilan dvínar þegar
eftir fyrsta þátt og persónuleg, jafnvel trúarleg frelsun tekur yfir sem
leið að betra lífi eða að minnsta kosti borgaralegu líferni. Annars er
Kamban sjaldan hallur undir kirkjuna í ritverkum sínum; hún er
iðulega fulltrúi þess valds sem hann ræðst gegn. Langar orðræður
sem beinlínis mætti kalla predikanir lýta auk þess leikinn, engu síður
en gerst hafði í Marmara. Höfundi er svo mikið niðri fyrir, að hann
kann sér ekki hóf á kostnað dramatískrar hnit mið unar. En yfir ýms -
um kostum býr þessi leikur þó, meira að segja í tilsvörum. Grunn-
hugmyndin er ekki ósnjöll, eins og margir danskir gagnrýnendur
viðurkenndu. Leikurinn hefur verið fluttur hér í útvarpi, og for-
vitnilegt væri — með því að beita skurðhnífnum grimmt — að sjá
hvernig honum myndi farnast á leiksviði hér.62
Hins vegar er ekki alveg auðsætt hvort næsti ádeiluleikur Kamb-
ans, Sendiherrann frá Júpíter, ætti sér viðreisnar von á íslensku
leiksviði, hvað þá dönsku, svo menn teygi sig nú ekki lengra. Hér
tekur boðunaráráttan út yfir allan þjófabálk og samtölin ná ekki alltaf
að lifna. Höfundur kallar leikinn „Dramatískt ævintýr í þrem
þáttum“ og mun eiga að skírskota til þess að sendiherra nokkur
kemur frá Júpíter, herra Devúndríam að nafni, að því er kalla má í
opinbera heimsókn. Sú heimsókn hans er, að manni skilst, árangur
einhverra lífefnafræðilegra rannsókna. Hann hefur þegar dvalist eitt
ár á jörðinni, aðallega í Austurlöndum. Í móttökunefnd á jörðinni
eru m.a. hæstaréttardómari, komtessa, hershöfðingi, utanríkisráð -
skírnir
62 Viðbrögð danskra gagnýnenda voru ekki öll á einn veg. Í Berlingske Tidende, 22.
nóvember 1931 (daginn fyrir frumsýninguna!), segir Chr. G. að leikurinn hafi
farið vel af stað og lofað góðu, en brátt hafi dofi lagst yfir og áhorfendur í lokin
verið orðnir þreyttir mjög. Í B.T., 25. nóvember 1931, birtist eins konar níðgrein
um klæðaburð leikendanna, en Svend Borberg sem alla jafna reynir ekki að vera
neyðarlegur í garð Kambans, segir hann stórgáfaðan höfund („højtbegavet“) og
því hafi þarna verið boðið upp á mjög spennandi efni sem sett sé fram á nútíma-
vísu, þó að ýmsu mætti finna (Politiken, 25. nóvember 1931). En það dugði ekki
til. Fimm sýningar.
Skírnir haust 2010_Layout 1 27.10.2010 18:02 Page 313