Skírnir - 01.09.2010, Page 58
herra og greifafrú, m.ö.o. tjaldað því sem til er af efsta lagi sam-
félagsins. Sjálfur er sendiherrann „unglegur útlits, í grennra lagi, yfir-
bragð hans lýsir fínleik og sálarfjöri. Búningur hans er: úlpa og
brækur úr hvítri ull undir möttli úr pastelsbláu silki; mjúkir flóka-
skór; hálsinn ber. Skrifari hans er unglingur og er í venjulegum
jakka fötum.“63
Er svo ekki að orðlengja það að nú hefst eins konar dómsdagur
yfir jarðarbúum. Leikurinn er að því leyti eins og helgileikur, og
persónurnar bera í raun ekki eiginnöfn, utan verða táknmyndir; auk
þeirra sem þegar eru nefndir kynnumst við meðal annars kola -
burgeis, prófessor, umrenningi og kaldrana. Sendiherra lýsir því yfir
hvað honum þyki það falleg kveðja að takast í hendur, þá venju vill
hann láta taka upp hjá sér. Í fyrstu er samkoman fjálg af hrifningu,
en það á eftir að breytast. Veisla sú sem efnt er til heiðurs sendi-
herranum er honum til dæmis ekki að skapi, hann nærist ekki á mat
og víni innan um annað fólk, enda er næringin í hans heimahögum
unnin úr sólarhitanum. Honum er óskapfellilegt að setjast saman
með öðrum að dýrakrásum og háma í sig. Hann predikar hrein-
skilni í stað hræsni; hér á jörðinni eru lagðar fram mjög beinar
spurningar, að mati sendiherrans, en hjá honum bein svör. Síðan
rekur eitt atriðið annað, orðræðan berst að ófriði; sendiherrann
segir menn ekki öðlast lotningu fyrir lífinu fyrr en þeir láti af
drápum og segi upp herliði.
Hér verða efnisatriði ekki rakin af nákvæmni, en fátt mannlegt
ber ekki á góma, tvöfalt siðgæði, hjónabönd, ávarpsorð og titlar og
svo framvegis, misjafnt að vægi. Sendiherrann kemst að því að
honum finnst mennirnir skilja alla hluti jarðlegum skilningi af því að
þeim sé ekki gefin andleg spektin.
Annar þáttur hefst á samtali sendiherrans og komtessunnar sem
telur sér trú um að hún sé ástfangin af honum, sem reyndar finnur
til einhverra nýrra tilfinninga. Síðan kemur ráðherrafrú og leggur
sendiherranum lífsreglur fyrir boð sem á að halda honum til
heiðurs. Þó að hjónabönd tíðkist ekki á Júpíter má hann ekki spyrja
gifta konu hvort maðurinn hennar sé elskhugi hennar, það reyni um
314 sveinn einarsson skírnir
63 Guðmundur Kamban 1969 VI: 203.
Skírnir haust 2010_Layout 1 27.10.2010 18:02 Page 314