Skírnir - 01.09.2010, Page 59
315um leikskáldið kamban
of á ímyndunaraflið, og hann má ekki fræða ofursta um að ekki
megi drepa fólk. Fleira er í þeim dúr. Næst kemur kolamaðurinn.
Hann ber upp vanda samkeppninnar í kapítalísku kerfi; sendiherr-
ann hefur kynnt næringarlaug, kolakaupmaðurinn vill halda áfram
að græða á gömlu aðferðinni, með fjölda þræla niðri í námunum.
Stjórnin hefur verið höll undir hinar nýju tillögur, en kolabur geis-
inn hefur vopn í höndum: hann hefur heitið að styrkja stjórnina
fjárhagslega í næstu kosningum. Þetta á sendiherrann bágt með að
skilja, en kolakaupmaðurinn fullvissar hann um að margt sé hægt,
meðal annars það sem kallist landflæming.
Enn er biðstofa sendiherra full, enn bíða sautján manns áheyrnar
hjá hinum framandi predikara. Næstur kemur prófessor og kvartar
undan því að sendiherrann hafi talað með lítilsvirðingu um vísindi
jarðarbúa. Milli þeirra hefst nú löng og margorð rökræða um gildi
vísinda fyrir mannlegt samfélag. Í stuttu máli er sendiherranum ekki
nægilegt markmið að vísindin þjóni vísindalegum sannleika, hann
krefst æðra markmiðs mannkyninu til hagsbóta. Og á dögum þegar
siðferði í vísindum er mjög til umræðu, er fróðlegt að heyra rök
Kambans, því að ekki verður hjá því komist að líta á sendiherrann
sem talsmann höfundar. Á meðan samtal þeirra fer fram berst til
áherslu ómur af göngu örkumla fólks og atvinnulauss sem biður um
að sér sé gefin jörðin sín.
Þriðji þáttur hefst á því að í skeyti frá Júpíter tilkynnir sendi-
herra jarðarinnar í þeim geimhluta, að hann hverfi aldrei aftur til
jarðarinnar. Síðan kemur komtessan á ný við sögu og ljóst að ást
þeirra steytir á fljóti sem aldrei verður brúað. Sendiherrann hefur
gert jarðarbúa að fjandmönnum sínum. Næst tekur hús á sendiherra
kaldraninn sem kynnir sig með þessum orðum: „ Ég var ungur á
leið til lofs og frægðar — en blómið sat fast í lauknum, sendiherra.
Ég er fullgróinn kaldrani.“64 Kaldraninn hæðist að ógæfu mann-
anna, en sendiherranum þykir sem í sál hans hafi „dýrmætari grip -
um verið sólundað heldur en meðal allra hinna, sem ég hef mætt“.65
Uns að garði ber umrenning. Loks hittir þá sendiherrann fyrir
mann sem er ánægður með hlutskipti sitt. Kaldraninn heyrir á tal
skírnir
64 Sama rit: 264.
65 Sama rit: 267.
Skírnir haust 2010_Layout 1 27.10.2010 18:02 Page 315