Skírnir - 01.09.2010, Side 63
319um leikskáldið kamban
persónurnar heita sem sagt Ernest og Norma og ekki af tilviljun;
hann er alvarlegur og samviskusamur uppfinningamaður, vits-
munalega sinnaður, hún er ung og lífsglöð kona sem lætur fremur
stjórn ast af tilfinningum og sjálfkvæmum hugdettum. Þessi ungu
hjón koma úr ólíku uppeldi, þar sem hann hefur brotið sér braut
með iðni og ástundun, en hún alin upp við að láta eftir sér ýmis lífs-
ins gæði og leggja upp úr því. Þau búa í New York og þau trúa bæði
á ameríska drauminn. En þau elskast. Þessu leikriti hefur stundum
verið lýst sem svo, að harmleikurinn sem í lokin leiðir til crime
passionel, ástríðumorðsins, stafi af því að Norma vilji hvorki sjá af
eiginmanninum né elskhuganum, semsé ungum manni sem hefur
tekið að sér að kenna henni að fljúga. En hvar stendur það í
leiknum? Aðeins á einum stað í leikritinu gefst leikstjóra færi á að
taka af skarið um ótryggð Normu, og í síðustu uppfærslu Þjóðleik-
hússins á verkinu, árið 2000, kom í ljós hve óviturlegt það er.73 Líkt
og hjá Strindberg í Föðurnum og Dauðadansinum lýsir snilli höf-
undar sér í því að bæði hafa þau sér til málsbóta nökkvat. Ernest
fremur ekki morðið af því að hann kemst að því að Norma hefur
verið honum ótrú, heldur af því að honum er ljóst að hann getur
aldrei komist að sannleikanum. Auðvitað heldur höfundur með Er-
nest, ef svo má að orði komast, og er hinn óþarfi eftirleikur sem
hann síðar samdi til útskýringar, ræk sönnun þess. Hins vegar er
eftirtektarvert að viðbrögð við seinni uppfærslum verksins hafa ekki
endilega verið í þá veru, menn hafa beinlínis farið að „halda með
Normu“. Eitt besta dæmi þess var eftir sýningu Leikflokks Gunn-
ars R. Hansen 1952, þar sem sýnt var 32 sinnum í félagsheimilum um
skírnir
bókasafni kemur fram að reynt var að koma leiknum á framfæri við Lugné-Poë
í París, enda gerði Kamban sér fyllilega grein fyrir því að danska var ekkert heims-
mál. Sú tilraun mistókst og önnur í Þýskalandi miklu síðar (á nazistatímanum);
efni leiksins þótti ekki henta Þjóðverjum. Tilraunir til að koma leiknum á fram-
færi í enskumælandi heimi báru heldur ekki árangur, fundið var að heitinu We
Who Kill, og talsmaður The Daily Telegraph taldi hann ekki henta breskum
áhorfendum, sbr. bréf til Kambans, Lbs. 3503 4to.
73 Í þeirri sýningu voru einnig þau mistök í hlutverkaskipun að Norma var talsvert
skýr vitundarvera, en Ernest lék fyrst og fremst á tilfinningar, var með öðrum
orðum ekki sá „intellektúell“ sem höfundur ætlast til. Auðvitað má gera slíkar til-
raunir og snúa upp og niður á venjunum, en í þessu tilviki tókst það ekki.
Skírnir haust 2010_Layout 1 27.10.2010 18:02 Page 319