Skírnir - 01.09.2010, Blaðsíða 66
sumar mannlýsingarnar eru lifandi og minnisstæðar. Í fyrstu gerð -
inni sem leikin var er hinum dönsku tengdadætrum gerð betri skil,
í hinni síðustu eru það feðginin Eggert Thorlacius og Sigþrúður sem
skýrar eru í forgrunni. Eggert virðist vera fulltrúi hinna fornu
hjóna bandsdyggða, og í ljós kemur að þó að honum hafi orðið á
hliðarspor, setur hann hjónabandið og heimilisfriðinn ofar allri upp-
lausn. Elsta kynslóðin, ættmóðirin Silvia, er hins vegar þeirrar skoð -
unar að framhjáhald komi bara yfirleitt ekki til greina. Í næstu
kynslóð er auk Eggerts systir hans, Stefanía, gift prófessor í lækn-
is fræði. Þau rífast og jagast og hann hleypur út undan sér. Svo eru
börnin þrjú. Karl er staðfastur og vill hafa allt á hreinu; honum
hættir því til að gifta sig jafnskjótt og hann verður ástfanginn upp á
nýtt. Galgopinn Baldvin tekur hjónabandið ekki alvarlega og lifir
sem lystir, konu hans til mikillar armæðu. En Sigþrúður er ein af
þessum viljasterku kvenhetjum Kambans, enda segir faðir hennar
um hana í lokauppgjöri leiksins, þegar hún hefur tilkynnt honum að
hún ætli að skilja við mann sinn: „Þú ert stolt eins og konurnar í
minni ætt, systir mín, móðir min, amma mín, ef til vill aftur í tíma
hinnar íslenzku gullaldar. Það er allt og sumt. Ég er ekki drauma-
maður, heldur raunsæismaður.“80 Ólíkt Höddu Pöddu sem hefnir
sín á ótrúum unnusta, er það Sigþrúður sem á frumkvæði að því að
bjóða manni sínum skilnað, í raun gefur hún honum ekki annað val.
Og réttlætir það meðal annars með því að barn þeirra eigi að vaxa
upp með henni. Á tímum þegar ástin ríkir óhindruð og lausbeisluð
og hjónaskilnaðir eru daglegt brauð og skilnaðarbörnin eru að verða
fleiri en hjónabandsbörnin, er efni leiksins auðvitað umhugsunar-
vert. En boðskapur Kambans er skýr: heilindi í samskiptum kynj-
anna. Ást Sigþrúðar er sem fyrr hrein og flekklaus og gjörningur
hennar er til að tryggja manni sínum nýja hamingju.81
Þessu leikriti var sem sagt tekið á ýmsa vegu. Svend Borberg
ritaði langa og myndarlega rýni í Berlingske Tidende, 25. janúar
1939, og byrjar á því að ræða um stöðu Kambans sem leikskálds.
Hann segir:
322 sveinn einarsson skírnir
80 Guðmundur Kamban 1969 V: 348.
81 Lokagerð verksins var frumsýnd á Konunglega leikhúsinu 24. janúar 1939 í leik-
stjórn höfundar.
Skírnir haust 2010_Layout 1 27.10.2010 18:02 Page 322