Skírnir - 01.09.2010, Side 67
323um leikskáldið kamban
Þetta var pottþétt kvöld, listrænt pottþétt upp á gamla mátann. Gaman-
leikur með mörg bros og þó djúpt alvarlegur, næstum átakanlegur í sið -
ferðis boðskap sínum. — Með réttu er nafn Kambans virt. Hann hefur —
þó að hann virðist fæddur með dramatíska tækni í blóðinu — aldrei leitað
eftir stundarvinsældum og þó oft borið sigur af hólmi, þar sem þess var síst
að vænta. Það gerði hann þegar í frumraun sinni, „Höddu Pöddu“ fyrir 25
árum, (vel að merkja þeim fjörru árum þegar Gunnar Gunnarsson og Jó-
hann Sigurjónsson brutust einnig til frama). Síðan komu nokkur verk sem
öll báru vitni miklum metnaði. Með dramað „Marmara“ sem óleikið er og
„Oss morðingja“ sem hafði mikinn sigur á Dagmarleikhúsinu og er svo
gott skóladæmi um góðan sjónleik — með þetta að baki stendur hann tví-
mælalaust í fremstu röð norrænna leikskálda. Með þeirri virðingu gengur
maður því í hús þegar nýtt verk eftir Kamban lítur dagsins ljós. Þetta nýja
verk (og við skulum hlaupa yfir tilurðarsöguna, það hefur verið kynnt í
öðrum gerðum sem „Arabísku tjöldin“ og „Tímalausir búningar“) kemur
manni fyrir sjónir sem allt annað en léttvægt, öllu heldur nokkuð svo þungt,
má vera sakir þess að í flestum fjölskyldum hefur efni leiksins verið á dag-
skrá hjá fyrri kynslóð, má vera einnig sakir þess að Kamban hefur efnið
stöku sinnum í háði, þannig að alvaran sem kemur í kjölfarið virkar þeim
mun grimmari.82
Borberg segir byggingu verksins óaðfinnanlega, ber lof á leikstjórn
Kambans og leikendur, enda hafði leikhúsið fengið honum í hendur
úrvalslið (og á það reyndar við um þau leikrit sem Kamban stýrði á
skírnir
82 „Det var en solid aften, kunstnerisk solid i helt gammeldags Forstand, Komedie
med mange smil og dog dybt alvorlig, næsten patetisk i sin Morale. — Der staar
med Rette Respekt om Kambans Navn. Han har — skønt han synes født med
dramatisk Teknik — aldrig søgt de billige Laurbær og ofte hjemført Sejre, hvor
de var allersværest at hente. Det gjorde han allerede med sit Debutarbejde,
„Hadda Padda“ for 25 År siden, (tænk, det ligger helt tilbage i hin Periode da
ogsaa Sigurjónsson og Gunnar Gunnarsson brød frem). Siden fulgte adskillige
Arbejder der alle var Udtryk for en høj Stræben. Med sit uopførte Drama „Mar-
mor“ og sin Dagmar-Sukces „Vi Mordere“, der er et fuldkomment Skole -
eksempel paa god Dramatik, staar han ubetinget blandt de vægtigste nordiske
Dramatikere. Med al mulig Respekt gaar man da til en ny Kamban-Première.
Hans nye Stykke (for lad os springe alle dets Udviklingsfaser over: at det har
været opført i andre Versioner som „De arabiske Telte“ og „Tidløse Dragter“) vir-
ker alt andet end undervægtigt, snarare lidt for tungt, maaske fordi de fleste Fami-
lier har gennemtrawlet dets Emne for en Generation tilbage, maaske fordi
Kamban momentvis ogsaa spøger med det, saa at hans paafølgende Alvor virker
dobbelt streng.“
Skírnir haust 2010_Layout 1 27.10.2010 18:02 Page 323