Skírnir - 01.09.2010, Page 70
menn sem gera tilraunir með konur. Það eru freudíönsk vöf sem
leikurinn fjallar um, einkum afbrýðisemi.“89 Þetta má til sanns vegar
færa. Eiginkona tóbaksframleiðanda, sem konum finnst heillandi,
er afbrýðisöm út í ófríðan ritara hans. Sú snýr hins vegar ástum
sínum í aðrar áttir, því að hún elskar miðaldra stjórnar ráðs starfs-
mann sem hefur haldið henni volgri í sex ár og þorir ekki að segja
henni frá því að hann eigi lausaleiksbarn. Þetta fólk gerir þá þessar
umræddu sálfræðilegu tilraunir til að hafa sitt fram, en á þessum
árum þóttust víst margir vera færir í freudíönskum duldum og til-
einka sér þau fræði með ýmsum aðferðum.
Ekki hefur mikið verið ritað um þennan leik, enda verður að
segjast eins og er, að ekki er hann rismikið bókmenntaverk. Hins
vegar voru þeir sem um hann hafa fjallað — og það eru aðeins gagn -
rýnendur þýsku og dönsku blaðanna þegar leikurinn var loks
sýndur á Konunglega leikhúsinu — innilega sammála um að hann
hafi boðið upp á skemmtilegt leikhúskvöld sakir fyndninnar í sam-
tölum Kambans og hans leikræna skyns — og leiks Pouls Reumert
í hlutverki stjórnarráðsstarfsmannsins.90 Annars þótti hlutverka-
skipan ekki hafin yfir gagnrýni; til dæmis þótti Holger Gabrielsen
ekki réttur maður í hlutverki tóbaksframleiðandans.
Á þetta leikrit hefur aldrei reynt á íslensku leiksviði og vafasamt
að það eigi erindi þangað í dag. Til þess er efnið of fjarlægt og létt-
vægt, ádeilan úrelt og bygging leiksins gölluð, og jafnvel þó að
sumir danskir gagnrýnendur teldu þetta best heppnaða gamanleik
Kambans,91 er sennilegt að hitt leikritið eftir hann sem frumsýnt
var þetta sama ár hafi veðrast betur.
326 sveinn einarsson skírnir
89 Guðmundur Kamban 1941b. „„Komplekser“ er et vittigt moderne Kammer-lyst-
spil om Kvinder der eksperimenterer med Mænd og Mænd der eksperimenterer
med Kvinder. Det er Freudske Komplekser, Stykket handler om, særdeles Skin-
syge.“
90 Sjá t.d. Viggo Carling í Politiken, 19. febrúar 1941, Svend Borberg í Berlingske Ti-
dende, 19. febrúar 1941, sem kallar skrifin „Muntre Spiraler af Komplekser“, og
Jørgen Falkenfleth, Nationaltidende 19. febrúar 1939, sem í fyrirsögn kallar leik-
ritið „Freud som Selskabsleg … en munter Aften“ og í Kristeligt dagblad, 19.
febrúar 1939, talar Oscar Geismar um „en munter aften“. Hins vegar kveður
Hans Brix í Berlingske Aftenavis upp þann dóm að „nogen værdifuld Aften kan
man ikke kalde ,„Komplekser““ — en hrósar samt ýmsu.
91 Sjá Frederik Schyberg, Politiken, 18. nóvember 1941.
Skírnir haust 2010_Layout 1 27.10.2010 18:02 Page 326