Skírnir - 01.09.2010, Page 72
þeirra Evu og Geneviève sem eru táknmyndir Þýskalands og Frakk-
lands í leik Giraudoux. Ólíkt Ingen er Guido svipað og þeir Gaston
Anouilhs og Sigfried minnislaus. Giraudoux er bæði heim speki-
legur, alþjóðlega pólitískur og vitsmunalega ögrandi. Leikir Anou-
ilhs og Kambans eru á allt öðrum nótum og sálfræðilegri. Í
kamb önskum anda hryllir söguhetju Anouilhs við að taka að sér
fyrri syndir þess manns sem hann líklega var. Og lýsingin á því fólki
sem vill gera kröfur til hans er ódulin og óvægin gagnrýni á fégræðgi
og sérgæð ingshátt.
Leikur Kambans er einnig ádeila, en Grandezza er þó að formi
og innihaldi hreinn gamanleikur. Hann gerist um líkt leyti og hinir
leikirnir, um 1930, og er byggður á „kunnum ítölskum málaferlum
— Canella-Bruneri-málinu — en að öðru leyti er gangur leiksins,
uppbygging og persónur óháð sögulegum atburðum“, eins og
skáldið orðar það.94 Og þó að leikurinn sé allur saminn í gaman-
sömum tóni, lýsir skáldið þeim sem berjast um hans söguhetju,
Guido, af mun meiri hlýju og skilningi en hin skáldin. Spjótin bein-
ast gegn fjölmiðlum og veikleika þeirra fyrir „rosafréttum“ — í
rauninni siðleysi fjölmiðlunar, ef fréttamenn komast í feitt að þeim
finnst. Að þessu leyti má segja að leikurinn eigi enn meira erindi í
dag en þegar hann fyrst kom fram. Að hinu leytinu sveigir skáldið
að réttar farinu — hvernig réttarhöld og vitnaleiðslur dragast á lang-
inn og lögmenn mata krókinn á meðan.95 Ekki er það heldur óþekkt
fyrirbæri nú á dögum.
Ef leikur Giraudoux, Siegfried, hefur haldið gildi sínu í krafti
frumleika síns í efnisvali og víðrar sýnar á vanda tuttugustu aldar
(og hinnar tuttugustu og fyrstu), þá hittir ádeila Kambans væntan-
lega ekki síður í mark í dag en fyrir hálfri öld. Leikurinn er hefð -
bundinn að formi og þó sem góðum gamanleik sæmir gæddur leiftri
hins óvænta; hann er í fimm vel uppbyggðum þáttum og skynsam-
lega haldið utan um efnið, þó að fyndnar orðræðurnar séu stundum
óþarflega langar og útskýrandi, gömul höfuðsynd Kambans. Þó að
328 sveinn einarsson skírnir
94 Guðmundur Kamban 1969: VII: 85.
95 Í minnisbók Kambans er hann að velta fyrir sér því siðferðilega vandamáli þegar
lögfræðingur er að verja mál sem er andstætt sannfæringu hans, Lbs. Guðmundur
Kamban H 15.5.
Skírnir haust 2010_Layout 1 27.10.2010 18:02 Page 328