Skírnir - 01.09.2010, Page 80
kvittur um vinsemd í garð Þjóðverja né deilur hans við danska
menntamenn haft áhrif í þessu sænska yfirlitsriti. Um Kamban segir
Henriques, að hann hafi í raun lítið sinnt leikritun eftir 1929 og náð
hvað hæst sem skáldsagnahöfundur. Bendir þó á að Öræfastjörnur
sé vanmetið verk. Umsögnin er vinsamleg, en augljóst er að megin-
athyglin beinist ekki lengur að leikskáldinu Kamb an. Það er ekki
sami glæsibragur yfir ferlinum og í upphafi hans.
Jafn fróðlegt er að sjá, til dæmis með því að bera saman umgetn-
ingar í uppsláttarritum, hvernig hlutur Kambans skreppur saman
uns hann er þurrkaður út úr dönsku menningarlífi og orðinn Ís-
lendingur og Dönum óviðkomandi. Hann er í langvinnri, kurteis legri
ónáð. Enda hafa íslensk og dönsk stjórnvöld aldrei gengið sameig-
inlega að því verkefni að hreinsa mannorð hans, sem nú virðist orðið
nokkuð auðsætt að skáldið á skilið.
En niðurstaða þeirrar könnunar sem hér hefur verið gerð er þá
nokkurn veginn sem hér segir: Um 1920, eftir frumsýninguna á leik-
ritinu Vér morðingjar, er vegur Kambans sem leikskálds í Dan-
mörku og annars staðar hvað mestur. Arabísku tjöldin eru að vísu
að sumra dómi nokkurt bakslag, en þó ekki meira en svo að skáldið
gat við unað. En er líður á þriðja áratuginn gerist Kamban fóstrið í
Danmörku mjög önugt. Eftir að leikstjórnartímabili hans við Folke-
teatret sleppir hefur hann ekkert fast í hendi á þeim vettvangi og
þrjú leikrit, Marmari, Öræfastjörnur og Sendiherrann frá Júpíter
liggja nánast í skrifborðsskúffunni. Þær móttökur fá á skáldið og
þó að Kamban teljist enn í hópi fremstu leikskálda þar um slóðir,
þykir honum sem dyr leikhúsanna séu sér lokaðar. Hann snýr sér
að skáldsagnagerð, þar sem hann hefur erindi sem erfiði, ekki síður
erlendis en í Danmörku með sagnabálkunum Skálholt og Vítt sé ég
land og fagurt. Þetta hefur haft í för með sér að þó að Kamban liti
fyrst og fremst á sig sem leikskáld,108 má víða sjá í dönskum upp-
sláttarritum að hann hafi náð hæst sem skáldsagnahöfundur. Leik-
ritið um Skálholt fær hins vegar vonda útreið í Kaupmannahöfn og
þó að endurgerðin af Arabísku tjöldunum, Derfor skilles vi, og tvö
síð ustu leikritin, Komplekser og Grandezza, sem í raun tilheyra öll
336 sveinn einarsson skírnir
108 Sjá t.d. Børge 1939: 28.
Skírnir haust 2010_Layout 1 27.10.2010 18:02 Page 336