Skírnir - 01.09.2010, Blaðsíða 95
351nýársnóttin
um jólin.28 Árið eftir velja skólapiltar Nýársnóttina til að sýna milli
jóla og nýárs. Í Morgunblaðinu á aðfangadag 1915 er lýsing Indriða
á tildrögum þess að ákveðið var að leika leikritið hans í Latínu-
skólanum:
»Við skulum leika Holberg.« — »Hann er orðinn slitinn.« »Nei, eitthvað
eftir okkur sjálfa« gall Stefán Sigfússon við, hann hafði séð handrit af Nýárs-
nóttinni hjá mér, og sagði til þess, eiginlega móti mínum vilja, og mælti
kröftuglega með því, að hún yrði leikin, og var ekki í minsta efa um það, að
Nýársnóttin væri þess verð, að vera leikin af mönnum, sem væru »herrar í
sveit« og »kavalerar á götunni«, og að sjálfsögðu gæti þessháttar fólk ekki
leikið eftir aðra en sjálfa sig.29
Frumsýningarkvöldið var höfundur óstyrkur og kvíðinn fyrir
viðtökum áhorfenda. Ein af „aðalsorgum“ hans var að hann átti að
leika Guðrúnu, annað aðalkvenhlutverkið. Tilhugsunin kvelur
Indriða mjög og hann spyr sig: „hvað gat jeg leikið stúlku?“30
Sýningin reyndist hin mesta þolraun. Meðan fyrsti þáttur var leik-
inn virtust áhorfendur ekki vita hvaðan á þá stóð veðrið og þeir
hreyfðu „hvorki hönd né tungu“. Salurinn var steindauður og leik-
arinn í hlutverki Guðrúnar miður sín. „Jeg var að hugsa um að fara
úr kvenmannsfötunum og hætta við allt saman,“ segir Indriði um
frumsýningarkvöldið en fortölur Sigurðar málara urðu kvíða hans
yfirsterkari og sýningin hélt áfram.32 Þar fór betur því að álfadans-
skírnir
28 Indriði Einarsson 1936: 92.
29 Indriði Einarsson 1915: 16.
30 Indriði Einarsson 1936: 119.
31 Indriði Einarsson 1915: 16.
32 Indriði Einarsson 1936: 119. Í frásögninni í Jólablaði Morgunblaðsins 1915 gerir
Indriði minna úr hlut Sigurðar í því að leikurinn héldi áfram en þeim mun meir
úr viðbrögðum skólabræðra sinna. „Eg settist við stigann upp á leiksviðið, og sat
þar í hálfrökkri út af fyrir mig. Einhverjir af leikendunum komu til mín, og eg gaf
þeim í skyn að eg mundi ekki fara inn á leiksviðið aftur. Þá kom Guðni
Guðmundsson þar í hendingskasti með spansreyrsstafinn reiddan, tók í kven-
peysuhálsmálið mitt, og sagðist mundu lúberja mig, ef eg ætlaði að gera »skólanum
þá svívirðingu« að hætta við að leika í miðju kafi. Mér ofbauð frekjan, að ætla sér
að berja mig, dömuna, með spansreyr. En með þessar reimaspangir utan um
mittið og í þessum pilsum var óhugsandi að verja hendur sínar fyrir honum. […]
Eg fór inn á leiksviðið og byrjaði hið langa eintal í 2. þætti. […] Eg hafði veður
af því, að áheyrendum stóð ekki á sama um þessa einmana og umkomulausu
Skírnir haust 2010_Layout 1 27.10.2010 18:02 Page 351