Skírnir - 01.09.2010, Page 96
inn í öðrum þætti, glæsilegur í grænum og hvítum litum sem Sig-
urður hafði valið í búninga álfkvennanna, töfraði áhorfendur. Sina-
dráttur líksins sem fellur af kviktrjánum og lendir á gólfinu við hlið
vonda karlsins í leikritinu sem álfarnir höfðu þá þegar hálftryllt
spillti ekki undirtektum. Það var sem leikhúsgestir „vöknuðu af
draumi“ og leik og leikurum var innilega fagnað.33
Í leikriti Indriða syngja álfarnir danskvæðið „Kári og Katla“ við
lagið „Góða skemmtun gera skal“ og meðan á nýársgleði þeirra
stendur kemur skúrkurinn Þorlákur inn á sviðið. Þá tekur Álfa-
karlinn viðbragð og hvetur álfana sem óðar eru til í tuskið til þess
að æra Þorlák.
Álfarnir: Ærum hann, og færum hinn arma af vegi.
(Þeir þyrpast utan að honum með óhljóðum; Þorlákur reynir að verja sig í
fyrstu, en smá dregur úr honum, þangað til hann hnígur niður við hliðina
á líkinu. Álfarnir halda áfram þangað til Þorlákur sezt upp, og situr flötum
beinum á gólfinu, rær til, og frá, og hlær voðalega og lengi).
Karlinn: Nú dey jeg glaður, nú hef jeg hefnt mín vel, nú mega bein mín
eyðast hvar, sem stendur.
(bendir á Þorlák). Þessi er frá! Hann vitkast aldrei aptur.
(Karlinn hnígur dauður niður, álfarnir bera hann út. Líkið fær sinardrátt,
og reisist hægt og hægt upp; það dettur síðan ofan á gólf við hliðina á Þor-
láki. Hann hlær voðalega).34
Það er erfitt að ímynda sér hvernig þetta atriði kom fyrir sjónir á
sviðinu í Latínuskólanum. Strákar í kringum tvítugt, flestir óvanir
að stíga á svið, vafðir í grænar og hvítar slæður ólmast í kringum
skólabróður sinn sem liggur á gólfinu og „hlær voðalega“. Ekki er
ólíklegt að þarna hafi leiklistin orðið býsna grótesk. En við vitum að
viðstöddum féll leikurinn vel í geð því þegar tjaldið féll að loknu
þessi atriði á svefnloftinu rufu gestirnir fyrir framan fortjaldið loks
þögnina. „Áhorfendurnir klöppuðu langalengi og af alhuga,“35 segir
352 trausti ólafsson skírnir
stúlku, sem vakir yfir líki fóstru sinnar, til að verja sig fyrir tröllahöndum. En
frammi í salnum var steinhljóð. Svo datt myndin ofan af veggnum, og þegar
Guðrún fór út, þá heyrði eg að áhorfendunum létti, þeir drógu þungt og samtaka
andann, en enginn klappaði í það sinn“ (Indriði Einarsson 1915: 16).
33 Indriði Einarsson 1936: 121.
34 Indriði Einarsson 1872: 47.
35 Indriði Einarsson 1915: 17.
Skírnir haust 2010_Layout 1 27.10.2010 18:02 Page 352