Skírnir - 01.09.2010, Page 98
Áslaug:
»Þó fögur þætti Gunnari Fljótshlíðin að sjá,
fegurra, en dalinn, enginn líta má«.41
Hér er tekið djúpt í árinni. Atvikið þegar Gunnar hrýtur úr söðli og
beinir sjónum til Fljótshlíðar af Hólmanum sem hulinn verndar-
kraftur hlífir, ein sterkasta ímynd íslenskrar rómantíkur, bliknar sé
hún borin saman við dal Jóns Guðmundssonar.
Indriði lætur að því liggja að það hafi einkum verið Áslaug álf-
kona sem heillaði leikhúsgesti og hann hefur þátttöku áhorfenda í
sýningunum í Latínuskólanum til marks um „hið mikla huldulíf á
bak við Áslaugu“.42 Hvernig ber að skilja hvað Indriði á við með
hinu mikla huldulífi? Er hugsanlegt að hann vísi beinlínis til tilvistar
álfa sem séu á kreiki um áramótin? Svo kann að vera og Guðrún,
dóttir hans, fullyrðir að faðir hennar hafi verið „trúaður á álfa og
huldufólk“. Að því er Guðrún segir iðkaði Indriði huldufólkstrú í
verki því að hann bauð álfum heim á gamlárskvöld. Á miðnætti „fór
hann út, gekk þrisvar í kringum húsið og viðhafði hin kunnu orð:
„Komi þeir, sem koma vilja, fari þeir sem fara vilja, mér og mínum
að meinalausu.“ […] Þenna sið hafði faðir minn ævina út.“43 Ekki
skal lítið úr því gert að Indriði hafi í raun trúað á álfa og búsetu-
skipti þeirra um áramót en frásögn dóttur hans ber einnig vott um
listeðli mannsins sem sagt er frá. Leikhúsið heillaði hann svo að
ekkert fannst honum meira í veröldinni og það er stutt milli ritú-
alsins sem Indriði fremur hverja nýársnótt og gjörningalistar. Með
þessum áramótasið endurvekur Indriði launhelgar föður síns sem
hann minnist frá bernskuárum sínum í Skagafirði og hefur í heiðri
álfaheilsun sem enginn mátti sjá né heyra. En „litlu krakkarnir hafa
bæði augu og eyru, og við vissum vel, hvað hann var að gera, þó að
við ættum ekki að vita það“.44
Að bjóða álfum heim á gamlárskvöld, sér og sínum að meina-
lausu, var siður sem margir gestir á fyrstu sýningunum á Nýárs-
354 trausti ólafsson skírnir
41 Indriði Einarsson 1872: 66–67. Í endurritun Indriða á leikritinu hefur hann stytt
kvæðið um Gráhnjúk og þar tekur hann ekki fram hver einsöngvarinn skuli vera.
42 Indriði Einarsson 1936: 103.
43 Guðrún Indriðadóttir 1959: 13.
44 Indriði Einarsson 1936: 33.
Skírnir haust 2010_Layout 1 27.10.2010 18:02 Page 354