Skírnir - 01.09.2010, Page 102
hvorum megin höfundur leikritsins stendur í afstöðunni til kven-
réttindamála. Hér hefur orðið mikil breyting á frá því Indriði
skrifaði fyrri gerð leikritsins. Þar lýsir Áslaug því vissulega yfir í
leikslok að hið illa hafi „borið þann hinn lægri hluta“. Alein kveðst
hún, „studd af æðri stjórn“, hafa bugað „sterka fjendur“53 en hún
verður ekki drottning í leikritinu frá 1870–1872. Sigur hins góða er
á einkalegum vettvangi í leikriti skólapiltsins Indriða Einarssonar
en ekki í heimi valdatafls stjórnmálanna eins og í Nýársnótt hans
sem fullþroska manns árið 1907.
Kvenmaður á ekki að hafa neina skoðun
Í Nýársnóttinni frá 1872 er að finna ýmis tilsvör sem að því er virðist
taka gagnrýnislaust mið af ríkjandi viðhorfum til stöðu kvenna í
samfélaginu á ritunartíma verksins. Orðaskipti Guðrúnar við unn-
ustann þegar hann spyr hana hvað henni finnist um að þau virði að
vettugi vilja fósturforeldra hans um hvort þau megi eigast eða ekki
bera þessu skýran vott:
Guðrún: Hvað ætlar þú að gjöra, ef báðir fósturforeldrar þínir eru á móti því?
Jón: Jeg legg hendurnar um hálsinn á henni móður minni, og svo segir hún já.
Guðrún: En ef hann Guðmundur er á móti því?
Jón: Jeg bið hann fyrst að leyfa mjer þetta, en ef hann segir nei, þá gjöri jeg
það samt. Hvað segir þú til þess?
Guðrún: Jeg vildi jeg vissi, hvað jeg ætti að segja til þess.
Jón: Ef þú veizt það ekki, þá skaltu hafa sömu skoðun, og jeg.
Guðrún: Æ, kvenmaður á ekki að hafa neina skoðun.
Jón: Til hvers eru þær þá skapaðar, — má jeg spyrja —, til þess að elda
graut?
Guðrún: Æ, það held jeg.
Jón: Nei, það máttu ekki halda, þær eiga að hjálpa mönnunum sínum til að
verða menn.54
Þarna liggur nærri að Jón stígi fram og gerist málsvari réttar kvenna
til að móta sér sjálfstæðar skoðanir. En þegar Guðrún gerir ekki
annað en samsinna því að líkast til séu konur til þess skapaðar að elda
358 trausti ólafsson skírnir
53 Indriði Einarsson 1872: 79.
54 Sama rit: 7–8.
Skírnir haust 2010_Layout 1 27.10.2010 18:02 Page 358