Skírnir - 01.09.2010, Page 114
Frjálsa stjórn viljum vér hafa
Auk sýninganna á Nýársnóttinni árin 1871 og 1907–1908 sem áður
var sagt frá er ástæða til að staldra við sýningu Þjóðleikhússins á
leikritinu við opnun þess. Í leikdómi um þá sviðsetningu beinir Ás-
geir Hjartarson orðum að fána Áslaugar sem tákni þjóðfrelsis í
verkinu:
[Í] leikslok er [Áslaugu] lyft á drottningarstól, á skjöld hennar fálkinn dreg-
inn, og merki hennar sjálfur íslenzki fáninn — reyndar ekki þjóðfáninn sem
nú er sýndur í leikhúsinu, heldur bláhvíti fáninn, sá er eitt sinn var bar-
áttumerki og vinir Dana á Íslandi litu óhýru auga. Þann fána ætti enn að bera
fram á sviðið og minna þannig á merkan þátt í frelsisbaráttu Íslendinga.103
Íslenski þjóðfáninn, rauður, blár og hvítur, var opinberlega tekinn
í notkun við stofnun lýðveldisins 1944. Saga hans sem eiginlegs
þjóðfána og tákns um sjálfstætt lýðveldi er því aðeins fáeinna ára
gömul þegar hann er borinn á svið Þjóðleikhússins sem hluti af
leiksýningunni á vígslukvöldi þess. Stundin hefur ugglaust verið
áhrifamikil, jafnvel heilög, í hugum margra áhorfenda. En leikrýnir
Þjóðviljans óskar sér annars fána á þessu nýja leiksviði landsmanna,
þess hvítbláa, til þess að minnast hans sem tákns um frelsisbaráttu
þjóðarinnar. Ekki þarf að lesa lengi á milli línanna í þessum orðum
til að skynja að Ásgeir Hjartarson gefur í skyn að þeirri baráttu
kunni hvergi nærri að vera lokið. Við vígslu Þjóðleikhússins var
aðeins rúmt ár liðið frá því að Alþingi samþykkti inngöngu Íslands
í Atlantshafsbandalagið 30. mars 1949. Sú stórákvörðun varðaði tví-
mælalítið sjálfstæði Íslendinga og átti eftir að skipta þjóðinni í tvær
fylkingar næstu áratugina. Og þótt fátt bendi til þess að í sýningunni
á Nýársnóttinni 1950 hafi verið lögð rækt við pólitískan boðskap
leikritsins bera orð Ásgeirs þess vott að stjórnmálalegt ívaf þess
geymir lítt falinn eld sem getur skíðlogað við minnsta gust:
Sjálfstæðisbarátta þjóðarinnar er undiralda leiksins, þó að á stundum sé
erfitt að greina hvert höfundurinn er að fara; álfakonungurinn er ímynd
hins erlenda valds, skammsýnn, afturhaldssamur og grimmur í skapi; í
370 trausti ólafsson skírnir
103 Ásgeir Hjartarson 1950.
Skírnir haust 2010_Layout 1 27.10.2010 18:02 Page 370