Skírnir - 01.09.2010, Side 121
377nýársnóttin
Indriða, Fjalla-Eyvindur Jóhanns og Íslandsklukka Halldórs eru
hlekkir í sömu keðju og öll fjalla þessi skáldverk um frelsisþrá og frels-
isbaráttu. Óþarft ætti að vera að segja frá því að ef hlekkur slitnar
rofnar keðjan, ljóðin þagna og frelsið glatast.
Nýársnóttin var síðast leikin í Þjóðleikhúsinu leikárið 1971–1972,
frumsýnd á annan í jólum og gekk fram á vor. Alls urðu sýningarnar
þrjátíu og sjö og áhorfendur nokkuð á átjánda þús undið. Þetta leikár
var Nýársnóttin næstvinsælasta sýning Þjóðleikhússins, sló í því efni
út söngleikinn Oklahoma, Sjálfstætt fólk Laxness og Óþelló Shake-
speares. Aðeins Höfuðsmaðurinn frá Köpernick naut meiri hylli en
Nýársnóttin þetta leikár, en þá sýningu sáu rúmlega tuttugu og eitt
þúsund manns.121 Síðan þetta gerðist eru liðin hartnær fjörutíu ár
og sitt hvað orðið öðru vísi en þá var á okkar landi. Allir hafa áttað
sig á því að örþunnar fartölvur, Facebook og loftfimleikar í leikhúsi
eru smart en er það sjálfgefið að hallærislegt sé að vera á peysufötum
og leika álfa á leiksviði þjóðarinnar? Ekki hefðu aðsóknartölur frá
leikárinu 1971–1972 átt að fæla Þjóðleikhúsið frá því að láta frækinn
leikstjóra takast á við að sviðsetja Nýársnóttina, gleðileik Indriða
Einarssonar um frelsisbaráttu þjóðar, á þeim tímum sem við lifum og
í tilefni af sextíu ára afmælinu sínu.
Þjóðin þarf á mörgum styrkum þráðum að halda til þess að halda
sér á réttum kili þegar horft er fram á veg eftir umbrot svo mikil í
efnahagsslífi að oftar en ekki er þeim líkt við hamfarir náttúrunnar.
Líklega er brýnast að fá ekki hundshaus eins og Gvendur snemm-
bæri og segja voff í öðru hverju orði, heldur halda á lofti mennsk-
unni sem fólginn er í skáldskapnum. Það sem er eilíft í honum, deyr
aldrei, segir Indriði Einarsson.122 Á leiksviði má fremja mikinn leik-
skírnir
121 Árni Ibsen 1986: 65–70.
122 Indriði Einarsson 1936: 122. Í forljóði Jakobs Jóh. Smára (1950:45) að Fjalla-Ey-
vindi, sem Guðrún Indriðadóttir flutti á undan frumsýningu leikritsins í
Þjóðleikhúsinu 21. apríl 1950, má greina svipaða hugsun um hreyfingarleysi
tímans í listum og skáldskap. Ljóðið hefst á þessum línum:
Í þjóðleikhúsi, á þjóðarandans sviði,
skal þjóðin meta fortíð sína og kanna,
skal sjá í skyggni svipi dauðra manna,
en samt hér lifa, eins og tíminn biði
hreyfingarlaus.
Skírnir haust 2010_Layout 1 27.10.2010 18:02 Page 377