Skírnir - 01.09.2010, Síða 131
387íslandsvinir í vín
til Poestions eyddi von Jaden dögum í að þýða sex blaðsíðna bréf frá
Matthíasi Jochumssyni. Seinna fékk hann svo Hannes til að biðja
Matthías um að skrifa sér næst á dönsku eða þýsku.20
Annað dæmi um Íslandsáhuga von Jadens má nefna að árið 1891
fékk hann úthlutað vinnuherbergi (Studienzimmer) í íbúð föður
síns. Hann var handviss um það, hvernig þetta herbergi skyldi
nýtast:
Í þessu herbergi verður hrifning mín á Íslandi og skandinavíska Norðrinu
látin njóta síns til fullnustu og mun ég setja upp lítið íslenskt safn … og
raða þar saman á smekklegan hátt öllum bókum mínum, ljósmyndum,
myndum, kortum, bréfum, dagblöðum og þess háttar.21
Í bréfum til Hannesar Þorsteinssonar sagði von Jaden frá fjölskyldu
sinni og uppruna. Foreldrar hans hefðu eignast þrjú börn, annað
nafn hans, Krticzka, væri slavneskt en fjölskyldunafnið þýskt og
upprunnið frá Norður-Þýskalandi. Faðir hans hefði alið hann upp
í ströngum aga en móðir hans hefði látist þegar hann var ungur.
Hann sagðist vera þakklátur fyrir þetta stranga uppeldi því lestir
stórborgarinnar höfðuðu ekki til hans.22 Faðir hans væri héraðs -
dómari (Landesgerichtrat) í Vín, en því embætti gegndi von Jaden
sjálfur síðar á ævinni. Hann var mjög hæfileikaríkur maður og list-
rænn, teiknaði og skar út í við. Honum var einnig tíðrætt um það
hversu mikla ánægju hann hefði af ljóðum og bókmenntum og
sagðist stundum birta ljóð undir dulnefni.23 Von Jaden gladdist
þegar Hannes sagði honum að hann ætlaði að leggja stund á heim-
skírnir
20 Lbs. Bréfasafn Hannesar Þorsteinssonar, Lbs 4033, 4to, Hans von Jaden til Hann-
esar Þorsteinssonar, 27. maí 1891.
21 Lbs. Bréfasafn Hannesar Þorsteinssonar, Lbs 4033, 4to, Hans von Jaden til Hann-
esar Þorsteinssonar, 12. apríl 1891. „In diesem Zimmer will ich nun meiner Liebe
zu Island und den skandinavischen Norden vollend Zügel schiessen lassen und
ein kleines isländisches Museum einrichten, ib est: alle meine Bücher, Photo -
graphien, Bilder, Karten, Briefe, Zeitungen und dgl. in geschmackvoller Weise
zusammenstellen.“
22 Lbs. Bréfasafn Hannesar Þorsteinssonar, Lbs 4033, 4to, Hans von Jaden til Hann-
esar Þorsteinssonar, 23. febrúar 1890.
23 Lbs. Bréfasafn Hannesar Þorsteinssonar, Lbs 4033, 4to, Hans von Jaden til Hann-
esar Þorsteinssonar, 23. febrúar 1890 og Hans von Jaden til Hannesar Þorsteins-
sonar, 6. apríl 1889.
Skírnir haust 2010_Layout 1 27.10.2010 18:02 Page 387