Skírnir - 01.09.2010, Side 144
ítrekað fram og virtist hann alveg ófeiminn við að tjá álit sitt á þeim.
Rannsókn heimilda staðfesti að skoðanir hans breyttust ekki í tím-
ans rás. Það mætti frekar halda því fram að andúð hans hefði auk-
ist eftir fyrri heimsstyrjöldina þegar hann hafði glatað öllu sparifé
sínu. Í ljósi þess hve mjög von Jaden óttaðist örlög þýskrar menn-
ingar og tungu má óhikað draga þá ályktun að lausnina á vandamáli
Þjóðverja hafi, að hans mati, verið að finna í norðri, sér í lagi á Ís-
landi. Þessi skoðun hans hefur eflaust haft mikil áhrif á ákvörðun
hans um að ferðast til landsins.
Þegar í fyrstu bréfum von Jadens til Íslendinga má finna dæmi
um andgyðinglegt viðhorf hans. Í bréfi til Hannesar Þorsteinssonar,
ritstjóra Þjóðólfs, skrifaði hann um dagblaðaútgáfu í Vín og á Ís-
landi:
Aðstaða dagblaðanna á Íslandi eru kannski ekki hin hagstæðasta en þó
félagslega mun betri en í Austurríki þar sem nær öll dagblöð eru í höndum
gyðinga. Þú hefur heppnina með þér, þú veist ekki hvers konar landsplága
þessir heimsborgaralegu gyðingar eru. Græðgi þeirra og peningaþrá,
óheiðarleiki þeirra, ásamt hinum viðbjóðslegum siðferðilegum og líkam-
legu eiginleikum þeirra eru ólýsanleg. Þar sem nær öll dagblöðin eru
hlynnt gyðingum (hér í landi kallast þetta frjálslyndi eða frjálshyggja) gera
gyðingarnir sér enga grein fyrir því hversu útbreitt hatur á þeim er. Sú
hegðun sem orð Krists boða: „elska skaltu náunga þinn“ eru í þessu tilfelli
mjög vandasöm, þar sem aðeins eru til mjög fáir virðingarverðir og heiðar-
legir gyð ingar. Ég er, eins og þú sérð, andstæðingur gyðinga (Antisemit),
líkt og allir mikilsmetnir Evrópubúar eru að vissu marki, eða ættu að
vera.59
400 sigrún andrésdóttir skírnir
59 Lbs. Bréfasafn Hannesar Þorsteinssonar, Lbs 4033, 4to, Hans von Jaden til Hann-
esar Þorsteinssonar, 25. maí 1892. „Eure Zeitungsverhältnisse auf Island sind
wenn auch premiär ungünstiger, doch social viel besser als in Österreich, wo fast
alle Zeitungen in den Händen der Juden sind. Du bist glücklich, dass du nicht
weisst, was für eine Landplage diese jüdische Kosmopoliten sind. Ihre moral-
ische, sowie physische Ekelhaftigkeit, Ihre Unehrenhaftigkeit und Geldsucht
sind unbeschreiblich. Da aber die Zeitungen fast alle judenfreundlich (mann
nennt es hierzulande freisinnig oder liberal) sind, erfährt man daraus nichts, wie
verhasst sie sich machen. Die aus führung des Wortes Christi: „Liebe den Nächs-
ten“ wird also recht schwer, denn es gibt nur sehr wenige achtbare und brave
Juden. Ich bin, wie du siehst, Antisemit, wie es alle anständigen Europear in ge -
wissen Grade sind oder sein sollten.“
Skírnir haust 2010_Layout 1 27.10.2010 18:03 Page 400