Skírnir - 01.09.2010, Page 147
403íslandsvinir í vín
Fyrst má nefna tímaritið Rasse. Monatschrift der Nordischen Be-
wegung sem gefið var út í Þýskalandi af Norræna félaginu (Nor-
dische Gesellschaft) undir forystu Alfreds Rosenberg. Á baksíðu er
mynd af íslenskri bændastúlku.65 Þá fannst einnig eintak af tímarit-
inu Zum Licht, Wege nach Asgard.66 Í því riti er grein sem hét
„Okkar heilaga land“ (Unser heiliges Land) þar sem fjallað var um
að Þýskaland væri heilagt land sem og Ísland. Einnig var fjallað um
mikilvægi þess að íslenskri tungu væri haldið hreinni og óspilltri,
því skyldleiki íslenskrar tungu við þá þýsku væri mikill.
Í bréfum Ástu til Helga bróður síns fjallaði hún nokkrum
sinnum um hversu mikið gyðingar hefðu grætt á hörmungum fyrri
heimstyrjaldarinnar og hve hættulegt væri að búa í Vín á þessum
tíma því að þar væru svo margir „Balkangyðingar með hræðileg
glæpamanna andlit“.67 Von Jaden-hjónin skrifuðu einnig nokkrum
sinnum um gyðinga í bréfum sínum til Helga Pjeturss og ávallt í
fjandsamlegum tón. Helgi heimsótti þau í Vín um aldamótin 1900
og birti ferðasöguna í Fjallkonunni. Þar sagði Helgi:
Er óheillavænlegt fyrir Vín, ef Gyðingar verða minna ráðandi um málefni
borgarinnar en áður hefir verið, því Gyðingar eru mjög oft vitrir og frjáls-
lyndir … Þeir menn sem ég kyntist í Vín höfðu flestir megna óbeit á
Gyðingum og kváðu Íslendinga farsæla er þeir heyrðu að hér á landi væru
engir Gyðingar.68
Mjög líklegt er að Helgi hafi verið að vísa til skoðana mágs síns og
systur. Um aldamótin 1900 virtist Helgi því ekki sammála skoð -
unum von Jaden-hjónanna á gyðingum. Árið 1923 spurði hann
systur sína um austurríska vísindamenn er voru gyðingar. Ásta
svaraði Helga og sagði: „Prof. Berny hefur ekki verið hjá okkur enn,
á hann hjer heima? Jeg vona að hann sje ekki gyðingur, prof. Freud,
er það eptir nafninu, jeg hef aldrei heyrt um hann þó jeg þekki
skírnir
65 ÞÍ. Skjalasafn Önnu Pjeturss, merkt 68/2004, CD 6/1, án dagsetningar og ártals
[líklega 1937–1938].
66 ÞÍ. Skjalasafn Önnu Pjeturss, merkt 68/2004, CD 6/3, 31.árgangur, mars 1928.
67 SHÍ. Einkaskjalasafn Helga Pjeturss, Hans von Jaden til Helga Pjeturss [Ásta
von Jaden ritar aftan á bréfið], 31. júlí 1927.
68 Helgi Pjeturss 1900: 2.
Skírnir haust 2010_Layout 1 27.10.2010 18:03 Page 403