Skírnir - 01.09.2010, Page 159
415meykóngahefðin í riddarasögum
för söguhetjunnar heldur fremur að stöðu konunnar. Þessi áherslu -
breyting gefur til kynna ákveðin umskipti í meðförum og áhuga -
sviði bæði höfunda og lesenda. Ævintýri karlhetjunnar eru ekki
lengur í forgrunni, heldur er einblínt á átökin sem eiga sér stað milli
karlmanna og kvenna í valdastöðum innan þjóðfélagsins. Áhersla
er lögð á stöðu konunnar sem ofjarl biðilsins, bæði hvað varðar vits-
muni og þjóðfélagsstöðu. Hann þarf að sýna fram á að hann sé
verðugur hennar með því að færa sönnur á karlmannlega frækni og
að staðfesta að hann sé jafningi hennar eða beri af henni hvað varðar
kunnáttu og gáfur. Enn fremur hefur brúðurin í meykóngasögunum
lítinn áhuga á að giftast yfirleitt. Brúðirnar í bónorðsfararsögum
hafa hins vegar lítið sem ekkert um örlög sín að segja. Þær eru
annaðhvort bitbein ólíkra biðla, biðilsins og föðurins, eða eru
óvirkir þátttakendur í bónorðsförinni sjálfri.8 Þessi áherslubreyt-
ing í efnismeðförum gefur til kynna breyttar forsendur fyrir ritun
sagnanna, og bendir til þess að þær gegni að því leyti öðru hlutverki
en evrópskar systursagnir þeirra um bónorðsfarir. Meykóngasög-
urnar móta því ákveðinn undirflokk í hinni samevrópsku bók-
menntahefð brúðarfararsagna sem er, að því er virðist, sér íslenskt
fyrirbæri. Um þær tvær sögur sem eru þýddar úr öðru máli, þ.e.
Partalopa sögu og Clári sögu, gilda hins vegar önnur lögmál og er því
rétt að beina sjónum okkar að þeim.
Partalopa saga er norræn þýðing á franskri riddarasögu frá 12.
öld. Í þýðingunni hefur kvenpersónan, Melior, breyst úr keisara-
ynju í franska textanum yfir í meykóng í íslenska textanum: „ok
sem hon var .xv. vetra gòmvl þa andadizt fadir hennar en hon var þa
skírnir
8 Claudia Bornholdt beinir athygli lesandans að því að bónorðsfararsögur í Gesta
Danorum innihalda efnisatriði sem virðast vera afmörkuð við norrænu hefðina, þ.e.
að bónorðið virðist vera háð samþykki brúðarinnar (en ekki föðurins). Þetta efn-
isatriði (samþykki konunnar) er hins vegar ekki að finna í frönskum, þýskum og
öðrum evrópskum bónorðsfararsögum. Þó að samþykki þeirra sé krafist eru þær
engu að síður óvirkir þátttakendur í biðlunarferlinu og eru yfirleitt yfirbugaðar
með töfrum. Bornholdt bendir hins vegar á að konurnar í elstu bónorðsfararsög-
unum séu ekki hlutgerðar sem viðfang bónorðsfararinnar eingöngu, heldur séu
þær þátttakendur í atburðum og gjarnan sé erfitt að sigra þær. Af þessu má ráða
að það sé kominn ákveðinn vísir að meykónginum sem hefur virkjað neitunar-
valdið sem er einungis ýjað að hér (Bornholdt 2005: 211).
Skírnir haust 2010_Layout 1 27.10.2010 18:03 Page 415