Skírnir - 01.09.2010, Page 183
439á kálfskinnsfrakka
dufti.13 Valið á nafni sögunnar er þó útsmognara en svo að tvöföld
vísun segi ýkja mikið. Það er sótt í einlægt trúarljóð en þá ljóð
manns sem trúir ekki aðeins á guð heldur telur að hafa megi vís-
indaleg rök fyrir slíkri trú og er snemma sannfærður um að þar
komi að vísindin sýni fram á einingu alls sem er, lifandi hluta og
dauðra, guðlegra og mannlegra. Heiti ljóðsins minnir í ofanálag á
sögu; söguna af því er Einar Benediktsson seldi norðurljósin, og þar
með á lífshlaup hans sem svokallaðs athafnamanns og þá skoðun
hans að auður sé aflvaki góðra verka.
Titill bókarinnar hlýtur langt fram eftir sögu að orka ótruflað á
lesendur í samræmi við þekkingu þeirra, ímyndunarafl og lífs -
skoðanir því hann er ekki beinlínis nýttur í atburðarás fyrr en Pálmi
og Kiddi krumma taka hús á Sævari undir lok sögu og fá að heyra
söguna alla og sjá klónana, suma ekki alveg „fullkom[na]“ — svo
tekin séu orð af vörum Sævars.14 Þó má gera ráð fyrir að einhverjir
lesendur tengi titilinn biblíuvísunum í sögunni. Kannski hugleiða
þeir líka, þegar tilvitnanirnar í Jónas bætast við Norðurljósavís-
unina, hvers vegna Arnaldur færir sér í nyt tvö ljóðskáld sem
ráðandi öfl í samfélaginu hömpuðu mjög á tuttugustu öld. Og þegar
sýnt er að drengirnir hafa fengið ólyfjan í formi lýsispilla, ætti að
minnsta kosti stöku lesandi að átta sig á að þriðja víddin hefur bæst
í kenninguna Synir duftsins.
En þegar Pálmi og Kiddi standa augliti til auglitis við Sævar
undir lok sögu tekur frásögnin að stýra þönkum lesenda meira en
fyrr. Í samtali þeirra félaga mætast ólíkar hugmyndir, ólíkur mann-
skilningur, mismunandi afstaða til stétta, trúar og vísinda og annað
í þeim dúr. Og þá er nafn sögunnar beinlínis tengt atburðarás. Sævar
sem er stoltur af vísindaafrekum sínum lýsir því yfir að hann hafi
kallað lyfjatilraun sína „Norðurljós“ eftir ljóði Einars Benedikts-
sonar; hann fer með fyrstu ljóðlínurnar og bætir við: „Mikið skáld,
Einar.“15 Af orðum Sævars og gerðum má ráða að hann samsamar
sig Einari. Einnig má draga þá ályktun af ýmsu öðru í samtali hans
við Pálma og Kidda að hann lesi sjálfan sig inn í sögu Einars, leggi
skírnir
13 Biblían, Heilög ritning 1981: 1M 13,16 og 18,27; Jb, 17,16; Sl 90,3 (t.d).
14 Arnaldur Indriðason 1997: 279.
15 Sama rit: 264.
Skírnir haust 2010_Layout 1 27.10.2010 18:03 Page 439