Skírnir - 01.09.2010, Page 208
að halda, þ.e. þeim sem eru verst settir, ekki komið til aðstoðar í
þeirri flóttamannaaðstoð sem íslensk stjórnvöld veita.
Í anda nytjastefnunnar er skoðun Jóns sú, að með því að aðstoða
fólk þar sem það er, muni enn fleiri njóta þeirra gæða sem að -
stoðinni fylgja fyrir sambærilega fjárupphæð og notuð er til að
aðstoða þá fáu sem fengu að koma til Íslands. Sú stefna, að bjóða
aðeins fáum, er fyrst og fremst táknræn, segir Jón, og má túlka orð
hans svo að hann telji slíkt ekki til fyrirmyndar siðferðilega séð.
Þrátt fyrir sjónarmið sem á skylt við nytjastefnu í siðfræði, þá
vantar nokkuð upp á að nytjastefnuheimspekingurinn John Stuart
Mill teldi Jón til fyrirmyndar. Jón ætlar sér ekki að bæta lífsskilyrði
annarra á eigin kostnað. Hann leggur það ekki til að hann dragi úr
eigin velferð til þess að bæta kjör annarra. Mill kemst svo að orði um
mælikvarða nytjastefnunnar um rétta breytni, sem brýtur í bága við
sjónarmið Jóns:
Sú hamingja sem er mælikvarði nytjastefnunnar á rétta breytni er ekki eigin
hamingja gerandans heldur hamingja allra sem hlut eiga að máli. Nytja-
hyggja krefst þess að gerandinn geri ekki upp á milli eigin hamingju og ann-
arra, heldur sé með öllu óhlutdrægur eins og óvilhallur og góðviljaður
áhorfandi.12
Það kann að búa góður vilji að baki því að vilja hjálpa sem flestum
eins og Jón leggur til. Slíkt er þó ekki eins auðvelt og ætla mætti við
fyrstu sýn og felur í sér ákveðna ókosti. Ef við hefðum það að
leiðarljósi að koma ávallt sem flestum til hjálpar er hætta á því að
aðstoðin myndi enda í ákveðinni sóun. Fjöldinn, t.d. í Al-Waleed-
búðunum, myndi búa við örlítið betri aðbúnað en engu að síður við
jafna og mikla örbirgð og óhamingju.
Þeir valkostir sem togast á hér, þar sem flóttamenn eru margir og
búa við mjög erfiðar aðstæður rétt eins og í Al-Waleed búðunum,
felast annars vegar í því að „jafna út örbirgðina“ eða að bjóða
völdum hópi að komast burt og aðstoða hann ríkulega til mann -
sæmandi lífs eins og stefna íslenskra stjórnvalda hefur verið.
Í leið íslenskra stjórnvalda, sem felst í því að bjóða fáum en gera
það vel, má sjá ákveðið siðferðilegt inntak sem finna má í siðfræði
464 jóhann björnsson skírnir
12 Mill 1998: 120.
Skírnir haust 2010_Layout 1 27.10.2010 18:03 Page 464