Skírnir - 01.09.2010, Page 264
Fræðimenn hverfa frá rómantískum hugmyndum um fortíðina, leggja
til hliðar munnmæli og sögur, en leitast heldur við að byggja túlkun
sína á aldri og fyrra hlutverki mannvistarleifa, fyrst og fremst á því
sem fram kemur við uppgröft. Það [landnámstíminn] er þó forsögu-
legt tímabil og ekkert um það vitað annað en óljósar sagnir eftir
fræðimönnum og skáldum há- og síðmiðalda. (Adolf Friðriksson og
Orri Vésteinsson 1998)
Þorsteinn Vilhjálmsson túlkar gögnin á annan hátt:
Er landnám sama og mannvist eða búseta? […] Þegar við hugsum
málið sjáum við að orðin „landnám Íslands“ í þessu samhengi [þ.e. í
texta Íslendingabókar] hljóta að merkja það að einhver hópur manna
hafi tekið sér varanlega bólfestu í landinu og byggðin breiðst út um
mestallan byggilegan hluta þess. […] Umhugsun leiðir einnig í ljós að
landnám frá Noregi á Íslandi hefur átt sér nokkurn aðdraganda. […]
Þessi mynd af því, hvernig tímabundin mannvist á tilteknum stöðum
hefur smám saman skapað forsendur skipulegs landnáms, þarf engan
veginn að stangast á við frásagnir Íslendingabókar, Landnámu eða ann-
arra fornra heimilda. (Þorsteinn Vilhjálmsson 2010: 5–7)
Túlkunarháttur Þorsteins ver trúna á sannleiksgildi Íslendingabókar, hvað
sem fram kann að koma, því að í grein sinni segir hann:
Ef við skyldum finna á tilteknum stöðum, til dæmis í Vestmannaeyjum
og Reykjavík, einstakar fornleifar sem væru örugglega eldri en frá 870
eða svo, þá er langur vegur þaðan og til alvarlegrar mótsagnar við þá
heildarmynd sem hér var lýst og endar með landnámi um 870. […]
Mannvistarleifar sem væru óumdeilanlega frá 8. öld gætu þvert á móti
orðið til að styrkja heildarmyndina af undirbúnu landnámi með
aðdraganda. (Þorsteinn Vilhjálmsson 2010: 8)
Þorsteinn spyr í upphafi greinar sinnar: „Hvað er landnám?“ Íslensk
orðabók svarar spurningunni á eftirfarandi hátt: „Það að nema land, kasta
eign sinni á og byggja áður óbyggt land“ (Árni Böðvarsson 1974: 374).
Síðan spyr Þorsteinn: Er landnám sama og mannvist eða búseta? Er rökrétt
svar ekki: Landnám er upphaf mannvistar og búsetu? Í grein sinni talar Þor-
steinn um „tímabundið landnám“ og „stopult landnám“. Gerir hann hér
ráð fyrir að mennirnir hafi horfið aftur heim yfir hafsvæði sem „er meðal
þeirra erfiðustu á jörðinni og siglingar voru því hættulegar, hafvillur tíðar,
skipbrot og manntjón“ (Þorsteinn Vilhjálmsson 2010: 9). Ég lít á orð sem
520 páll theodórsson skírnir
Skírnir haust 2010_Layout 1 27.10.2010 18:03 Page 520