Skírnir - 01.09.2010, Page 285
541kvöldið má koma
hætti ekkert fyrr en hann var búinn að útvega þorskinn sem hann
hafði ætlað sér að elda handa mömmu sinni, og klukkan var orðin
sjö þegar hann kom með tvo fallega þorska, slægði þá og flakaði og
beinhreinsaði og svo var opnuð vínflaska og hafist handa við elda-
mennskuna á meðan hann sagði henni frá öllu sem á daga hans hafði
drifið og hún sagði honum frá engu af því sem á daga hennar hafði
ekki drifið. Þetta var stund. Hún hlustaði á rödd hans þetta kvöld
og horfði á brosið í augnkrókunum og munnvikunum. Orð hans
ilmuðu. Þau voru þrungin sætu og framandi bragði eins og hver biti
af þorskinum. Líf hans hafði verið fullt af orku og lit. Það hafði farið
fram fyrir utan á meðan hún var hér fyrir innan.
Hann sagði henni í fyrsta sinn frá árum eirðarleysisins, þegar
hann var burtu í fjarlægum löndum. Hann hafði ferðast um Suður-
Ameríku og líka lönd Evrópu og einhvern veginn lent í miðju Balk-
an stríðinu og meðan sprengjurnar féllu allt í kring varð hann
ást fanginn af stúlku sem hét einhverju löngu nafni sem hann gat
aldrei lært svo að hann kallaði hana bara Ásu og þau voru saman
öllum stundum í heila viku og hún hafði í fórum sínum hinn helm-
inginn af því sem að gerði hann að manni en svo var kominn tími til
að fara heim og þau hétu því að finna hvort annað þegar stríðinu
væri lokið og hún lá í örmum hans alla nóttina meðan sprengjurnar
féllu fyrir utan uns kominn var morgunn og grá dagsskíman breiddi
veruleika sinn yfir tilveru þeirra. Vissirðu þetta ekki mamma? spyr
hann og hún svarar nei og hættir um stund að tyggja. Ég veit ekki
enn hvað varð um Ásu, hugsaðu þér það, segir hann: hún gæti verið
dáin. Ég hugsa um hana á hverjum degi, alveg frá því ég vakna á
morgnana þar til ég sofna á kvöldin …
Og einu sinni, í Suður-Ameríku, hafði hann á sér andvara um
nótt í tjaldi — þetta var einhvers staðar í Bólivíu — og allt einu
skynjar hann eitthvað. Það er eitthvað þrusk. Var ég aldrei búinn
að segja þér frá þessu, mamma? Nei, segir hún. Já, það var eitthvað
þrusk, mér fannst ég skynja eitthvað og allt í einu, eins og hendi sé
veifað er maður kominn ofan á mig og ég finn — ég lýg þessu ekki
— ég finn hreinlega kalt hnífsblaðið við barkakýlið á mér. Og ég
get svoleiðis svarið það að enn þann dag í dag veit ég ekki hvað
gerðist, hvað kom yfir mig, hvaðan mér kom kraftur, en með heljar-
skírnir
Skírnir haust 2010_Layout 1 27.10.2010 18:03 Page 541