Skírnir - 01.09.2010, Page 288
ætti að segja honum frá því að hún hefði líka stundum átt sínar
stundir, stopular og hverfular að vísu en þær ljómuðu samt á meðan
þær vörðu. Hún þagði. Hann þagnaði líka á meðan hann bar disk -
ana að vaskinum, skolaði þá og setti í þvottavélina. Hann lagaði kaffi
í lítilli espressovél sem hann hafði líka komið sérstaklega með, bar
svo fram After Eight með kaffinu og apríkósulíkjör. Á meðan þau
gæddu sér á kaffinu sagði hann henni að hann ætlaði að fara frá
Beggu og börnunum, þetta væri búið. Hann sagðist ætla að koma
hingað og fá að búa hjá henni, fyrst í stað að minnsta kosti, kaupa
gamla pakkhúsið sem nú var að grotna niður og opna þar veit-
ingastað, kaupa bát og veiða þorsk og elda hann svo á kvöldin handa
gestum og gangandi. Hann ætlaði að kalla staðinn Þrjá Þorska og
teiknaði upp merkið sem átti að minna á Íslandsfána Jörundar, þrír
útflattir þorskar á bláum grunni. Hún horfði á ennið á honum, koll-
vikin og þetta undarlega gula hár, bláu augun full af fráleitum
draum um. Hún drakk með honum dísætan apríkósulíkjörinn og
bragðmikið kaffið og sagði honum að hann kynni svo sannarlega
að elda þorsk, maturinn hefði smakkast eins og sá þjóðarréttur sem
hann fékk aldrei að verða. Hún sagði honum líka að hann væri
góður sonur en hann þyrfti líka að vera góður faðir og eiginmaður
og ef hann ætlaði að koma hingað og opna veitingastað, sem hljóm -
aði svo sannarlega mjög spennandi, þyrftu Begga og börnin að sjálf-
sögðu líka að koma. Hann mætti ekki gera það sama og pabbi hans
gerði.
Lífið er fyrir utan. Hún heyrir stundum í því þegar hún leggur
við hlustir, sem hún gerir æ sjaldnar. Hún ætlar að hlusta um stund
á gömlu plöturnar á meðan hún skannar inn gamlar bekkjarmyndir
til þess að setja á Facebook og drekka volgan bjór úr dollu. Hún
hefur ekkert kíkt á síðuna sína í allan dag. Sennilega komnar ein-
hverjar kveðjur þar út af sextugsafmælinu í dag. Gummi hringir ef-
laust einhvern tímann á eftir, hann er þannig, hann gerir það. Hann
hringir stundum, bara til að spjalla og láta hana heyra í sér. Hún veit
að hann er vonlaus og veitingastaðurinn Þrír Þorskar er enn bara til
í hausnum á honum innan um gömul ævintýri, login og sönn, og
ástina á Ásu sem geymir í Sarajevo hinn helminginn af því sem gerir
hann að heilum manni. Hann fór frá Beggu og krökkunum rétt eins
544 guðmundur andri thorsson skírnir
Skírnir haust 2010_Layout 1 27.10.2010 18:03 Page 544