Skírnir - 01.09.2010, Blaðsíða 302
urfræðilegri sýn á landslagið sem felst í „vali á sjónarhorni, lýsingu
og formbyggingu“, og að hún geri það að verkum að ávallt sé hægt
að lesa eitt og annað út úr myndum um persónulega afstöðu ljós-
myndarans til myndefnisins.7
Önnur leið sem myndlistarmenn hafa notað til að nálgast hið
raunverulega í mynd er að reyna að eyða hinni táknrænu virkni
myndarinnar. Þetta byggist á þeirri hugmynd að tungumálið, merk-
ingarbær samskipti, skapi huglæg tengsl sem smjúgi inn á milli veru-
leikans og skynjunar okkar á honum. Það er því verkefni listarinnar
að komast á bak við merkingartengslin, eða þurrka þau út, til að
nálgast upprunalega og ómengaða upplifun sem er ekki miðlað af
táknrænum tilvísunum í eitthvað sem er handan við skynreynslu
okkar, hvort sem það er hugur og tilfinningar listamannsins eða
menningarbundnar hugmyndir sem tengjast viðfangsefni verksins.
En það er nokkuð ljóst að hvorki Einar Falur né Collingwood eru
að reyna að forðast hið táknræna í myndum sínum. Fyrir það fyrsta
hafa allir staðirnir ákveðna merkingu sem sögusvið Íslendingasagna.
Auk þess sér Einar Falur margfalda merkingu í ljósmyndunum, að
þær tengi þrjá ólíka tíma, sögusvið sagnanna, ferðir Collingwoods
og Ísland við lok nítjándu aldar, og loks samtíma okkar.
Þriðja aðferðin sem ég vildi nefna í þessu sambandi byggist á
þeirri hugmynd að það sé ásetningur listamannsins sem gerir lista-
verk huglæg, myndir eru alltaf háðar persónu listamannsins, til-
finningum hans og vali. Með því að útiloka viljann úr verkinu, ef
svo má að orði komast, þá hefur listamaðurinn enga eða a.m.k.
minni stjórn á verkinu og útkomu þess. Þetta hefur verið reynt með
ýmsum ráðum, eins og t.d. að beita handahófi og tilviljunum sem
lista maðurinn ræður engu um, nota utanaðkomandi ferli sem tekur
yfir stjórnina, eða gefa sér fyrirfram ákveðna reglu og fylgja henni
út í æsar hver sem útkoman verður. Dæmi um aðferð af þessu tagi
er að finna hjá Einari Fal í myndröð sem hann vann að á tíunda ára-
tugnum, 76 mánuðir. Þar tók hann eina mynd á mánuði frá febrúar
1992 þar sem hann stillti sér upp fyrir framan myndavélina, fyllti
alltaf út í rammann á nákvæmlega sama hátt, og allar myndirnar eru
558 gunnar j. árnason skírnir
7 Einar Falur Ingólfsson 2010: 100.
Skírnir haust 2010_Layout 1 27.10.2010 18:03 Page 558