Saga - 2006, Blaðsíða 25
staðfestur þegar þýska stjórnin krafðist hér árangurslaust flugaðstöðu
m.a. af hernaðarástæðum í mars 1939. Ógn sýndist ekki aðeins steðja
að landinu utan frá, heldur einnig innanlands, þar sem þýski Nasista-
flokkurinn og íslenskir aðdáendur hans létu nokkuð á sér bera.10
Öryggismál landsins voru lítt eða ekki til umræðu fyrir opnum
tjöldum. Allir stjórnmálaflokkar landsins, nema Kommúnistaflokk-
ur Íslands og arftaki hans, Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalista-
flokkurinn, studdu hlutleysi Íslands á þessu skeiði. Jafnvel þótt
menn úr öðrum stjórnmálaflokkum sæju annmarka á hlutleysinu,
hefði gagnrýni á það almennt ekki talist við hæfi hlutleysisins
vegna. Þar að auki höfðu ráðamenn ærna ástæðu til að óttast að slík
umræða gæti skaðað viðskipti við Þjóðverja og almenningur væri
ekki undir hana búinn. Bil var að myndast á milli tiltölulega raun-
særra viðhorfa æðstu ráðamanna til umheimsins og afstöðu margra
þingmanna og almennings, sem virðist næsta eingöngu hafa litið á
utanríkismál Íslands frá sjónarmiði þjóðernishyggju, eins og von-
legt var. Hér er ekki verið að halda því fram að ráðamenn hafi ver-
ið farnir að hverfa frá þjóðernishyggju eða hneigjast að því að skipa
landinu í flokk með þeim stórveldum sem Ísland átti mesta samleið
með. Því fór víðs fjarri, þó að ugglaust mætti greina ýmis tilbrigði í
þjóðernisafstöðu ráðamanna, eins og Íslendinga almennt, ef grannt
væri skoðað. En það sem ráðamenn höfðu óhjákvæmilega rekið sig
á við landstjórn frá því í fyrra stríði, en mörgum duldist, var að
hlutleysið, sem samkvæmt hefðbundinni skilgreiningu krafðist
þess að Íslendingar gerðu ekki með nokkrum hætti upp á milli
stríðandi fylkinga, var hvorki raunhæf stefna á stríðstímum né
hættutímum eins og þeim sem hafist höfðu með vígbúnaði og land-
vinningum Þriðja ríkisins þýska.11 Vissulega verður að gæta þess
hlutleysi íslands á hverfanda hveli 25
10 Þór Whitehead, Ófriður í aðsigi, bls. 50–191. — Vilhjálmur Hjálmarsson, Ey-
steinn í eldlínu stjórnmálanna. Ævisaga Eysteins Jónssonar fyrrum ráðherra og for-
manns Framsóknarflokksins I (Reykjavík 1983), bls. 272.
11 Hlutleysi í því samhengi sem hér um ræðir er almennt skilgreint sem afstaða
sem felur það í sér að ríki tekur engan þátt í styrjöld eða vopnaviðskiptum á
milli tveggja eða fleiri ríkja. Skyldur og réttindi hlutlausra ríkja ákvarðast af al-
mennum reglum þjóðaréttar og alþjóðasamningum, einkum sáttmálanna um
réttindi og skyldur hlutlausra ríkja og ríkisborgara þeirra í stríði og um réttindi
og skyldur hlutlausra ríkja, þegar stríð er háð til sjós. Sáttmálarnir voru gerðir í
Haag 18. október 1907. Samningar Íslands við erlend ríki sem taldir eru í gildi í árs-
lok 1961, að undanskildum tæknilegum samningum og lánssamningum I. Alþjóða-
samningar og samningar við fleiri ríki en eitt (Reykjavík 1963), bls. 92–95, 112–116.
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 25