Saga - 2006, Blaðsíða 112
hans tilviki, ekki farið saman við stöðu hans á þeim tíma, en hann
var þá lögreglumaður og því í opinberri þjónustu. Jóhannes segist
aðallega hafa verið beðinn um að sýna fyrir börn og á ýmsum fé-
lagsfundum.
Ég mátti setja upp fyrir sýningarnar en ég gerði það ekki því
þetta var fyrir ýmis félög sem ég sýndi og ég tók ekkert fyrir
það […]. Það var mikið beðið um þetta á félagsfundum […]. Ég
var líka beðinn um að sýna í skólanum, bæði barna- og gagn-
fræðaskólanum, þá var það leikfimisalurinn sem endaði sem
sýningarsalur […] Þetta var bara svona upplýsinga- og gleði-
efni og tónlistarmyndir t.d. með Rubenstein […]. Ég gerði eitt-
hvað af því að biðja um myndir sem ég vissi að þeir voru með,
það var listi yfir þetta […]. Það var aldrei pólitík í þessu frá
minni hendi.95
Benedikt Sigurðsson, einnig frá Siglufirði, fór bæði á sýningar hjá
MÍR og Upplýsingaþjónustunni. Hann telur að þótt það hafi sjálf-
sagt farið eitthvað eftir pólitískum viðhorfum sumra hvaða mynd-
ir þeir sóttu þá hafi hann, eins og svo margir aðrir, farið á kvik-
myndir hjá bæði Upplýsingaþjónustunni og MÍR. Oft, segir hann,
voru þetta „góðar og fróðlegar myndir. Það voru ekkert áróðurs-
myndir endilega.“96 Benedikt segist sérstaklega muna eftir mynd
Eisensteins, Orrustuskipinu Potemkin (Bronenosets Potjomkin, 1925),
en „þá komu náttúrulega margir sem höfðu áhuga á góðri kvik-
myndalist“, að ógleymdum barnasýningunum sem voru geysilega
vinsælar að hans sögn:
Ég held að krakkar úr öllum bænum hafi komið [til að sjá
barnasýningar] … Ég held að fólk hafi litið þannig á að þetta
væru bara góðar myndir og það hafi verið ágætt að leyfa
krökkunum að fara. […]. Til samanburðar, þá voru oft í bíóinu
á staðnum sýningar fyrir börn á sunnudögum, oft einhverjar
léttar reyfaramyndir. Fólk vildi heldur senda krakkana á þess-
ar barnamyndir. Þetta voru svona dýramyndir og brúðumynd-
ir og ýmislegt svoleiðis.97
Ekki verður horft framhjá því að þorri kvikmynda á þeim tíma sem
hér um ræðir, 1950–1975, og sýndar voru í almennum kvikmynda-
húsum voru bandarískar og framleiddar í Hollywood. Í Mjölni,
T I N N A G R É TA R S D. O G S I G U R J Ó N B. H A F S T E I N S S O N112
95 Viðtal við Jóhannes Þórðarson, 3. júlí 2001.
96 Viðtal við Benedikt Sigurðsson, 1. júlí 2001.
97 Viðtal við Benedikt Sigurðsson, 1. júlí 2001.
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 112