Saga - 2006, Blaðsíða 129
John Block Friedman leggur sérstaka áherslu á áhrif alfræðirits
Pliníusar eldri (d. 79 e.Kr.), Naturalis Historae Praefatio, sem taldi 36
bindi, því að það hafi orðið mikilvæg uppspretta upplýsinga um
allt milli himins og jarðar, og var afritað margsinnis á næstu öld-
um.24 Pliníus byggði í riti sínu á grískri arfleifð, m.a. á höfundun-
um Ktesíasi og Megasþenesi25 sem báðir höfðu lýst furðum Ind-
lands. Pliníus hélt því fram að hann hefði stuðst við yfir 2000 rit-
verk og þannig dregið saman þá þekkingu sem til var á klassíska
tímabilinu. Gajus Julíus Solínus notaði rit Pliníusar tveimur öldum
síðar sem eina meginuppistöðuna í bók sinni Collectanea rerum
memorabilium sem fjallaði um furðuverur. Smæð bókar Solínusar og
efni hennar gerði hana sérlega vinsæla á miðöldum.26 Rit Alexand-
ers mikla, De animalibus, var einnig mikilvæg heimild um siði og líf
framandi fólks, og ganga margar hugmyndir, sem þar koma fram,
aftur í ritum seinni tíma manna.27 Ritið Physiologus varð einnig
uppspretta hugmynda um framandleika þrátt fyrir að fjalla ekki
um mannleg skrímsli eins og fyrrnefndir textar, en það sýndi í máli
og myndum dýr og plöntur frá ýmsum hlutum heimsins. Physi-
ologus var ritað einhvern tímann á milli 2. og 4. aldar, upphaflega á
grísku, en var síðan þýtt á latínu og mörg önnur tungumál.28 Rit Ísi-
Þ R I Ð J I S O N U R N Ó A 129
24 John Block Friedman, The Monstrous Races (New York 2000), bls. 5–7; Simek,
Heaven and Earth in the Middle Ages, bls. 86. — Hér er áhugavert að hafa í huga
að rit gríska landfræðingsins Strabó (64/65 f.Kr.–21 e.Kr.) drógu sögur af
furðuþjóðum í efa, en það virðist hafa verið mun áhrifaminna en rit Pliníus-
ar; sjá: David Woodward, „Medieval Mappaemundi,“ The History of Carto-
graphy: Cartography in Prehistoric, Ancient and Medieval Europe and the
Mediterranean, b. I, ritstj. J.B. Harley og David Woodward (Chicago 1987), bls.
330.
25 Ktesías var uppi á 5. öld f.Kr., Megasþenes á 4. öld f.Kr.; sjá: Friedman, The
Monstrous Races, bls. 5.
26 Simek heldur því fram að þessi atriði hafi gert hana vinsælli en bók Pliníus-
ar; sjá: Simek, Heaven and Earth in the Middle Ages, bls. 86. — Relaño heldur því
jafnframt fram að notkun fræðimanna miðalda á endursögn heimilda í bók-
um, s.s. Solínus, í stað rannsókna á frumheimildum hafi leitt til endalausra
endurtekninga og jafnframt hnignunar klassískra vísinda; sjá: Relaño, The
Shaping of Africa, bls. 33–34. — Svipuð gagnrýni kemur fram hjá Woodward
þegar hann bendir á að í raun sé rit Solínusar gott dæmi um hnignun vísinda
á þessu tímabili vegna afbökunar og ritstulda höfunda; sjá: Woodward,
„Medieval Mappaemundi,“ bls. 299.
27 Simek, Heaven and Earth in the Middle Ages, bls. 86.
28 Simek, Heaven and Earth in the Middle Ages, bls. 65.
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 129