Saga - 2006, Blaðsíða 230
eiginkona Trampes greifa, sem að vísu leikur ekki stórt hlutverk. Hið sanna
er að Trampe missti aðra konu sína 1808 og giftist ekki aftur fyrr en 1810 —
þá í þriðja sinn. Hann var ekkjumaður sumarið 1809.
Annað sem kemur nokkuð spánskt fyrir sjónir en hressir upp á frásögn-
ina er að með í ferð er „lítill og ófríður“ Kínverji (bls. 80), sem er frábær
kokkur og eldar „jöfnum höndum íslenska, enska og austurlenska rétti.“
(bls. 149), hækkar svo í tign og í bókarlok er hann orðinn Major Smith. Slíkt
geta skáld að sjálfsögðu leyft sér.
Það sem sagnfræðingar geta öfundað skáldin af er að þau þurfa ekki að
slá varnagla, þau geta notað ímyndunaraflið óháð heimildum. Ragnar get-
ur t.d. leyft sér að nota bréf frá Banks frá 1807 og gera sér mat úr hugmynd
Helga P. Briems í Sjálfstæði Íslands um hvað gerðist við komu Notts í júní
1809 (bls. 504). Samkvæmt frásögn Ragnars hefur skipherrann á Rover með-
ferðis bréf frá Banks til Magnúsar Stephensens. Inntak bréfsins er að breska
herskipið sé nú komið til Íslands til að innlima landið í Bretaveldi, en nauð-
synlegt sé talið að fá samþykki Íslendinga fyrir því. Magnús Stephensen á
að handtaka Trampe greifa og lýsa því yfir af frjálsum og fúsum vilja að Ís-
lendingar vilji gerast þegnar Bretakonungs. Í skáldsögunni er Magnús lát-
inn svara, eftir að hafa lesið umrætt bréf: „Það er harla ólíklegt að Íslend-
ingar standi fyrir byltingu gegn dönskum yfirvöldum.“ (bls. 73). Og með
því er málið afgreitt. En þar sem þessi „sögulegi“ atburður átti sér aldrei
stað, túlkaði Helgi P. Briem það þannig að Nott hafi ekki fundið Magnús í
Reykjavík „og því talið ástæðulaust að gera meira í þessu máli“ (bls. 504).
Bretar hættu sem sagt við að hertaka landið. Bréfið frá Banks er reyndar
eingöngu til í uppkasti, augljóslega skrifað síðla árs 1807 og ekki stílað á
Magnús Stephensen. Efni þess hefur verið orðið það úrelt í júní 1809 að
engin glóra hefði verið í að senda uppkastið óbreytt til Íslands. Eins og að
ofan segir lætur Ragnar hins vegar Nott og Magnús hittast, en Magnús er
einfaldlega ekki til í tuskið. Hér kemur glöggt fram munurinn á vinnu-
brögðum skálds og fræðimanns. Annað dæmi sem hefur verið umdeilt er
þátttaka eða þátttökuleysi Magnúsar Stephensens í fyrirhuguðu samsæri
Ísleifs Einarssonar gegn Jörundi. Í bók Ragnars er þetta óumdeilt, Magnús
Stephensen ljóstrar beinlínis upp um fyrirhugað samsæri Ísleifs Einarsson-
ar í samtali við Phelps og Ísleifi er skellt í fangelsi (bls. 150–154).
Ímyndunaraflinu er gefinn laus taumur í umfjöllun Ragnars um hvern-
ig Jörgensen valdist til að stjórna Íslandi, þótt almennt sé talið að hann hafi
orðið fyrir valinu þar sem hann var ekki breskur þegn. Ómögulegt er hins
vegar að vita hvað gerðist nákvæmlega. Ragnar velur að setja Íslendingana,
einkum Jón stúdent [Guðmundsson sennilega], í aðalhlutverk (bls.
116–122). Phelps finnst „fráleitt“ að Jörgensen stjórni landinu (bls. 119) en
fjölmennur hópur Íslendinga er á annarri skoðun og beygir Phelps sig fyrir
vilja fólksins.
Vissulega var sú ákvörðun Jones að binda enda á byltinguna á Íslandi
umdeild bæði af byltingarmönnunum sjálfum og lögfræðingum hans
R I T D Ó M A R230
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:27 Page 230