Saga - 2006, Blaðsíða 210
konungsvalds. Rannsóknin gefur vísbendingu um hvernig eignar-
réttur á miðöldum hefur getað þróast, og þá sérstaklega fyrir áhrif
frá „lærðari“ reglum og ákvæðum sem komu með kristni. Fyrstu
nýjungarnar breiddust út frá suðri til norðurs (bls. 70), og aðal-
breytingarnar áttu sér svo stað frá lokum víkingatímans snemma á
11. öld og þar til hin ýmsu lög voru skrásett, flest á 13. öld. Þessar
breytingar gátu verið mjög margslungnar. Til dæmis var hugtakinu
land skipt út fyrir hugtakið jörð í Noregi í byrjun 11. aldar. Samsett
orð eins og land(s)dróttinn finnast þó ennþá í lögum Magnúsar
lagabætis frá 1274–1276, en hugtakið jarðeigandi kemur fyrst í
notkun þar í lok 13. aldar (bls. 71).
Ný réttarvitund skapaðist og komu breytingarnar með kirkj-
unni eins og áður er sagt. Það sem gerðist er í stuttu máli að hugtök
eins og land og lausir aurar fara að fá aðra merkingu. Hugtakið
lausar eignir er að finna í íslenskum og norskum lögum, og í Grágás
finnum við elstu orðmyndina í formi hugtaksins lausir aurar.
Upphaflega eru lausar eignir í norðri og vestri kallaðar lausir aurar,
en orðmyndirnar bofæ eða bolfæ eru notaðar í suðri. Vegna óbeinna
áhrifa fer svo lýsingarorðið laus að breiðast út til alls svæðisins á
miðöldum og útbreiðslan á sér stað frá vestri og norðri til suðurs og
austurs. Í þessu samhengi er sérstaklega áhugavert að skoða
breytingar í hjúskaparrétti, sem Bo Ruthström fjallar sérstaklega
um. Elsti rétturinn tengist búinu í eldri merkingu þessa orðs. Til
dæmis á kona í þriðjungsfélagi þriðjung í búi. Þessa merkingu er
ekki að finna í yngri lögum. Í stað þess að tiltaka að konur eigi að
eiga þriðjung í búi, má sjá að lögin fara að kveða á um að konur
skuli eiga lausa aura, nokkuð sem meðal annars má sjá í hjúskapar-
lögum Jónsbókar, og er þessi ákvæði einnig að finna í Járnsíðu.
Þetta má útskýra með áhrifum kirkjunnar. Hugtakið lausir aurar er
tekið í notkun og tengist óbeinum áhrifum kirkju á eignarrétt,
einkum í sambandi við möguleika á að gefa gjafir og skrifa
erfðaskrár (bls. 155–169).
Ég hef áður bent á hvernig þessi áhrif frá kirkjurétti er einmitt
að finna í eignarréttarákvæðum Jónsbókar. Þar er að finna ákvæði
um svokallaðar löggjafir, sem voru gjafir sem maður mátti gefa
kirkjulegum stofnunum eða vinum sínum. Um var að ræða þrjár
gerðir gjafa, vinargjafir, sem oft voru persónulegar gjafir sem ekki
höfðu að geyma jarðeignir, fjórðungsgjafir og tíundargjafir.
Fjórðungsgjafir eru vel þekktar í íslensku samhengi frá síðmið-
öldum. Þær birtast okkur oft í kaupmálum hjóna og voru þær
A G N E S S. A R N Ó R S D Ó T T I R210
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:27 Page 210