Saga - 2006, Blaðsíða 41
svo og Portúgal (sem vonast var til að mundi veita Bandaríkja-
mönnum eða Bretum hernaðaraðstöðu á Asoreyjum), og ýtt undir
áróður Öxulveldanna, þ.e. Þjóðverja, Ítala og Japana.53
Í London brugðust menn hins vegar hart við, þegar þeir fréttu
um viðbrögð Hermanns Jónassonar við herverndarboði Roosevelts.
Að ósk Churchills sendi Anthony Eden utanríkisráðherra Howard
Smith skeyti og sagði honum að það væri „ógjörningur að mikla
fyrir sér þýðingu þess“ að Íslendingar bæðu um vernd Bandaríkj-
anna. Það gæti haft ,,úrslitaáhrif á gang styrjaldarinnar“ (decisive
effect on course of war). Sendiherrann skyldi ekki hika við að hóta
þjóðstjórninni því að Bretar flyttu megnið af her sínum á brott, skildu
landið eftir hálfvarnarlaust og hættu að styrkja það efnahagslega, ef
Íslendingar þrjóskuðust við.54
Howard Smith vissi að engin þörf væri á því að grípa til hótana
við Íslendinga og lét það ógert. Þessi mikilhæfi stjórnarerindreki
fann að þjóðstjórnarráðherrarnir skildu afstöðu Roosevelts og væru
tilbúnir að þiggja hervernd Bandaríkjanna. Hann hófst því handa
ásamt ráðherrum við að setja saman orðsendingu til Bandaríkjafor-
seta, sem væri nógu tvíræð til að Roosevelt gæti túlkað hana sem
beiðni stjórnarinnar um hervernd, en þjóðstjórnin sem samþykki
við boði hans um vernd. Þetta tókst brátt með dyggri hjálp Sveins
Björnssonar, fyrrum sendiherra í Kaupmannahöfn, sem hafði ný-
lega verið kjörinn ríkisstjóri Íslands. Þjóðstjórnin setti auk þess
ýmis skilyrði fyrir herverndinni í samráði við trúnaðarmenn sína,
en með þeim færðist stjórnin ekki lítið í fang. Stjórnin stefndi nú að
því að reyna að leysa með tilstyrk Bandaríkjamanna og áframhald-
andi hjálp Breta öll þau höfuðvandamál sem Íslendingar höfðu
glímt við í öryggis- og viðskiptamálum frá því snemma á fjórða ára-
tugnum. Í skilyrðunum var jafnframt að finna ákvæði sem var ætl-
að að aðskilja her og þjóð eftir því sem frekast var unnt. Með því átti
að reyna að koma í veg fyrir sambúðarvanda og samskipti af því
tagi sem valdið höfðu stjórnvöldum erfiðleikum og sært höfðu
þjóðernistilfinningu margra landsmanna. Þjóðernishyggjan, annar
meginþáttur utanríkisstefnunnar, sagði hér glögglega til sín, þ.á m.
það sjónarmið að verja kynstofn Íslendinga fyrir blóðblöndun við
hlutleysi íslands á hverfanda hveli 41
53 Sumner Welles, minnisblöð, 18., 22. júní 1941. FRUS 1941, II, bls. 777–780. —
Conn o.fl., Guarding the United States, bls. 463. — Churchill, The Grand Alliance,
bls. 142–143.
54 FO 371/29313/N 3085/543/15. Eden til Smiths, 25., 28. júní 1941, 151.–152.
skeyti. CAB 69/2. War Cabinet Defence Committee, DO (41) 44, 25. júní 1941.
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 41