Saga - 2006, Blaðsíða 48
mönnum, þar sem þeir voru nú orðnir stríðsaðilar og héldu hér
uppi landvörnum. Í árslok 1942 bar Bandaríkjastjórn upp fyrir-
spurn við Thor Thors sendiherra og spurðist fyrir um afstöðu Ís-
lands til styrjaldarinnar.70 Utanþingsstjórnin, sem hafði tekið við
stjórnartaumunum um miðjan desember sama ár, smeygði sér und-
an því að veita beint svar við fyrirspurninni að ráðum Thors. Þess í
stað vísaði stjórnin til hlutleysis Íslands, sem byggðist á sambands-
lögunum og hlutleysisyfirlýsingum Norðurlanda, og benti á mót-
mæli þjóðstjórnarinnar gegn hernámi Breta. Jafnframt taldi utan-
þingsstjórnin upp ýmislegt sem meta mátti til stuðnings við Banda-
menn eða andstöðu við Þjóðverja, svo sem herverndarsamninginn
við Bandaríkin, samstarf við bandaríska setuliðið og ýmsar yfirlýs-
ingar Sveins Björnssonar. Þá rifjaði stjórnin upp, að Íslendingar
hefðu hafnað kröfu Þjóðverja um flugaðstöðu í landinu 1939 og
gerst með því eins konar frumkvöðlar að andstöðu við friðkaupa-
stefnu Vesturveldanna gagnvart Hitler!71 Af þessari upptalningu
gátu Bandaríkjamenn ráðið það sem Thor Thors hvatti til að yrði
inntakið í svari stjórnarinnar: „Enda þótt við Íslendingar að sjálf-
sögðu höldum fast við okkar ævarandi hlutleysi, verður því eigi
neitað, að við höfum raunverulega (de facto) veitt öðrum stríðsaðil-
anum stuðning …“.72 Þetta ritaði sá áhrifamaður íslenskur sem
lengst vildi ganga í átt til samstarfs við Bandamenn að frátöldum
kommúnistum. Það hvarflaði ekki annað að honum, fremur en
bróður hans, Ólafi Thors, fyrrum ráðherra í þjóðstjórninni og for-
manni Sjálfstæðisflokksins, að Ísland teldist enn hlutlaust ríki.
Utanþingsstjórnin fylgdi áfram þessari stefnu takmarkaðs eða
raunsæs hlutleysis, sem þjóðstjórnin hafði opinberlega markað
landinu með herverndarsamningnum við Bandaríkjamenn. Hún
taldi sig greinilega hvorki hafa umboð þings né þjóðar til að segja
Bandaríkjastjórn að „ævarandi hlutleysi“ landsins væri fallið úr
gildi. Undir leiðsögn Sveins Björnssonar hafði Björn Þórðarson for-
sætisráðherra hins vegar lýst því yfir á Alþingi 1942, þegar utan-
Þ Ó R W H I T E H E A D48
70 UR, 1967, nr. 132, Bandaríkjavernd VIII. Cordell Hull til Thors Thors, 24. des.
1942.
71 UR, 1967, nr. 132, Bandaríkjavernd VIII. Vilhjálmur Þór til Thors Thors, 24.
des. 1942. Thor Thors kom þessu bréfi áfram til bandaríska utanríkisráðu-
neytisins með einhverjum viðbótum og undirskrift sinni. Sjá: Thor Thors,
dagbók 1. apríl 1943, í vörslu höfundar.
72 UR, 1967, nr. 132, Bandaríkjavernd VIII. Thor Thors til Vilhjálms Þórs, 16. jan.
1943.
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 48