Saga - 2006, Blaðsíða 46
konungs, enda þjónaði það best markmiðum Þjóðverja á Íslandi og
áróðri gegn Roosevelt forseta og Bandamönnum.65
Af þessu öllu má ráða að íslensk stjórnvöld töldu herverndar-
samninginn ekki breyta stöðu Íslands sem hlutlauss ríkis. Þjóðverj-
ar vefengdu aldrei þá stöðu, hvorki fyrir né eftir að Bandaríkja-
menn urðu aðilar að styrjöldinni. Þessar sögulegu staðreyndir
hníga að því að kenningin um að Ísland hafi með öllu fyrirgert hlut-
leysi sínu með herverndarsamningnum fái ekki staðist. Enginn vafi
er á því að íslensk stjórnvöld brutu gegn hlutleysi landsins með
þessum samningi og margvíslegu samstarfi sínu við Bandamenn
bæði fyrir og eftir samningsgerðina, en formlega séð var Ísland
áfram hlutlaust ríki.66
Samstarf við Bandamenn: árangur og takmörk
Eftir gerð herverndarsamningsins reyndu Íslendingar að ganga á
lagið og fá Bandaríkjamenn til að veita íslenskri utanríkisverslun
varanlegan aðgang að Bandaríkjamarkaði, m.a. með tollalækkun-
um. Bandaríkjamenn gátu af ýmsum ástæðum ekki orðið við slíkri
ósk og vildu umfram allt að Íslendingar héldu áfram að sjá Bretum
fyrir matvælum. Þeir tóku hins vegar að sér að greiða Íslendingum
fyrir útflutningsvörur þeirra til Bretlands samkvæmt láns- og leigu-
lögunum. Með því móti fylltust gjaldeyrisreikningar íslenskra
banka af Bandaríkjadölum og Íslendingar gátu stóraukið vörukaup
sín vestra með hjálp Bandaríkjastjórnar. Þá bættust fljótlega við
tekjur af dvöl og framkvæmdum Bandaríkjahers í landinu. Ætla
má, að engin hlutlaus þjóð hafi hlotið jafnríkuleg laun fyrir sam-
starf við stríðsaðila og Íslendingar fengu fyrir samstarf sitt við
Bandaríkjamenn og Breta. Á sama tíma og flestar Evrópuþjóðir
Þ Ó R W H I T E H E A D46
65 PAAA/PA VI. Sprachregelung zur Island-Meldung, 1941, ódagsett. Bemerk-
ungen und Mitteilungen, Monatshefte für Auswärtige Politik VIII, 8. ágúst 1941,
bls. 653–655. — Sama tímarit, 9. sept. 1941, bls. 754–755. BA/MA, RM 7/1508.
Marinegruppenkommand Nord, Weisungen für die Führung des Handel-
skrieges, 23. ágúst 1940. — Sjá einnig sams konar fyrirmæli: 1. Skl. I ia
10970/41, send út 30. sept. 1941.
66 Ef það væri svo í raun, að hlutleysi ríkja stæði og félli með því að þau tækju
alls engan þátt í ófriði og virtu í einu og öllu alþjóðalög og sáttmála um það
efni, teldust fá eða engin ríki hafa haldið hlutleysi sínu í síðari heimsstyrjöld.
Sjá greinasafnið European Neutrals and Non-Belligerents during the Second World
War, ritstj. Neville Wyle (Cambridge 2002).
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 46