Saga - 2006, Blaðsíða 90
áttu mikið verk fyrir höndum. Áhyggjuefni Bandaríkjanna voru
meðal annars þau að andstaðan gegn veru Bandaríkjahers á Íslandi
var nokkur og vinstri slagsíða talin vera meðal helstu mennta-
manna þjóðarinnar. Reynt var að haga starfseminni eftir aðstæðum
hverju sinni og því var umfang hennar mismunandi á ólíkum tím-
um.29
Eftir að starfsemi Upplýsingaþjónustunnar hófst á Íslandi reiddi
stofnunin sig m.a. á Íslensk-ameríska félagið sem upplýsingavett-
vang og styrkti félagið eftir föngum.30 Íslensk-ameríska félagið
varð þó aldrei sá áróðursvettvangur sem Bandaríkjamenn vonuð-
ust til. Félagið hafði hvorki slíka burði né vilja til þess. Upplýsinga-
þjónustan varð því að sinna kynningar- og áróðursbaráttunni á eig-
in spýtur og opnaði menningar- og upplýsingamiðstöð árið 1949 að
Laugavegi 13 í Reykjavík.31 Á skrifstofu Upplýsingaþjónustunnar
var gott blaða-, bóka- og kvikmyndasafn. Upplýsingaþjónustan
hélt fundi, samkomur og skipulagði kvikmyndasýningar og bauð
jafnframt Íslendingum í kynnisferðir til Bandaríkjanna. Stofnunin
bauð einnig þekktu listafólki til landsins til að skemmta heima-
mönnum. Kvikmyndir og kvikmyndasýningarvélar voru sendar til
landsins frá Upplýsingastofnun Bandaríkjanna í Washington. Árið
1951 kom stofnunin sér upp aðstöðu til kvikmyndasýninga og hóf
reglulegar sýningar. Sýningar voru oftar en ekki á fimmtudags-
kvöldum en þau kvöld voru ákaflega vinsæl til sýningarhalds, ekki
síst eftir að Sjónvarpið hóf útsendingar sínar árið 1966 en engar
sjónvarpsútsendingar voru þau kvöld.
Starfsemi Upplýsingaþjónustunnar, sem í fyrstu var takmörkuð
við höfuðborgarsvæðið, teygði sig von bráðar út á landsbyggðina.
Þegar starfsemi Íslensk-ameríska félagsins á Akureyri komst í
gagnið árið 1952 átti stofnunin gott samstarf við Akureyringa en
eitt af fyrstu verkunum var að opna bókasafn sem sá um að dreifa
bandarískum bókum, tímaritum og kvikmyndum.32 Í leynilegri
skýrslu til utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna árið 1954 biður John
J. Muccio, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, um fjárveitingu til að
T I N N A G R É TA R S D. O G S I G U R J Ó N B. H A F S T E I N S S O N90
29 Lbs.-Hbs. Marta Jónsdóttir, Áróður í köldu stríði, bls. 20, 30, 41, 50.
30 Lbs.-Hbs. Rósa Magnúsdóttir, Menningarstríð stórveldanna á Íslandi
1948–1961, bls. 12–16.
31 Lbs.-Hbs. Rósa Magnúsdóttir, Menningarstríð stórveldanna á Íslandi
1948–1961, bls. 12–16 og Rósa Magnúsdóttir, „Menningarstríð í uppsiglingu“,
bls. 31.
32 Lbs.-Hbs. Marta Jónsdóttir, Áróður í köldu stríði, bls. 25.
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 90