Saga - 2006, Blaðsíða 158
nokkuð til í þeirri staðhæfingu Guðmundar um kjólaðalinn franska.
Aftur á móti hefur meðal fræðimanna sem sinnt hafa þessu sviði
skapast ákveðin hefð fyrir því að nefna embættismannaaðal Dana-
konungs þessu franska nafni og hana tel ég ekki ástæðu til að brjóta.12
Árið 1671 var svokölluðum „rangaðli“ eða embættisaðli komið á fót
í Danaveldi. Þetta nýja aðalskerfi gekk þvert á fjórstéttakerfi aðals,
presta, bænda og borgara en snerist í kringum embættismannakerfi
konungs. Tign réðst nú af stöðu manna innan rangen, tignarkerfi
konungs.13 Allir embættismenn konungs fengu sína stöðu í rangen,
á meðan óbreyttir borgarar, bændur, prestar og lágaðall stóð utan
hans.
Þessi nýbreytni einvaldskonunganna fól í sér að allir þeir sem
fengu opinbera stöðu urðu hluti af rangen. Og það sem meira máli
skipti var að þeir sem gegndu hærri embættum fengu um leið aðals-
tign. Það sem skildi þennan nýja aðal frá gamla erfðaaðlinum var
aftur á móti að tignin var bundin við embætti og gekk að öllu jöfnu
ekki að erfðum.14 En það voru ekki aðeins embættin sem stýrðu inn-
byrðis tign kjólaðalsins. Nafnbætur vógu þungt, svo sem kammer-
ráðstitill eða etatsráðstitill, sem konungur deildi gjarnan út til emb-
ættismanna fyrir vel unnin störf. Óbreyttir borgarar gátu ennfremur
keypt sér slíka titla og fengið þar með inngöngu í rangen.15
En hvernig sneri þessi nýi aðall að Magnúsi Stephensen og hug-
myndum hans um stéttskiptingu á Íslandi? Þessi aðalstitill gilti
jafnt á Íslandi sem í öðrum löndum Danakonungs.16 Frá árinu 1746
E I N A R H R E I N S S O N158
12 Sjá til að mynda: Sebastian Olden-Jørgensen, „State Power, Court Culture and
Political Power in Early Modern Denmark, 1536–1746“, Scandinavian Journal
of History 27 (2002) bls. 65–76. — Leon Jespersen, „Court Nobility in the Early
Modern Denmark“, Scandinavian Journal of History 27 (2002), bls. 129–142. —
Peter Henningsen, „Den bestandige maskerade. Statssamfund, rangsamfund
og det 18. århundredes honnette kultur“, Historisk tidskrift for Danmark 101
(2001), bls. 313–342.
13 Fyrir áhugasama má geta þess að þetta kerfi er enn í gildi í Danmörku og
styðst Margrét Danadrottning við það þegar raðað er til borðs í opinberum
veislum.
14 Hér ber þó að geta þess að þeir sem tiheyrðu þremur efstu flokkum rangen á
árunum 1693–1717 fengu erfðatitil. Peter Henningsen, „Den bestandige
maskerade“, bls. 326.
15 Einar Hreinsson, „Noblesse de robe in a classless society“, bls. 229. Í lok 18.
aldar kostaði kammerráðstitill 600 ríkisdali.
16 Í Lovsamling for Island er þess ætíð getið er breytingar verða á titlum og tign
íslenskra embættismanna.
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 158