Saga - 2006, Blaðsíða 57
miklu óvissu sem ríkti um framtíðina á þessum tímamótum stríðs
og friðar.95
Stjórnmálaflokkarnir íslensku tóku í fyrstu allir svipaða afstöðu
til málsins í utanríkismálanefnd Alþingis. Öryggis- og viðskipta-
hagsmunir Íslendinga voru greinilega samtvinnaðir í hugum ráð-
herra og þingmanna, sem töldu mjög mikilvægt að Ísland yrði
meðal stofnríkja Sameinuðu þjóðanna. En eins og Ólafur Thors
hafði sagt sendiherrum Bandamanna í Reykjavík og sendiherrar Ís-
lands skýrt nánar fyrir ríkisstjórnum stórveldanna, gátu Íslending-
ar ekki gengið að því skilyrði að lýsa yfir styrjöld á hendur
Þjóðverjum. Þeir væru vopnlaus þjóð, hefðu lýst yfir ævarandi
hlutleysi og teldu það lúalegt, ef ekki broslegt, að lýsa yfir stríði
gegn þjóð sem væri að þrotum komin. Íslendingar ættu hins vegar
að hafa áunnið sér fullan rétt til að taka þátt í stofnun Sameinuðu
þjóðanna. Þeir hefðu lánað Bandamannaherjunum land sitt, fórnað
mörgum mannslífum við að færa Bretum matvæli og sótt alþjóða-
ráðstefnur á vegum Sameinuðu þjóðanna.
Það sem ekki kom fram í þessum málflutningi við Bandamenn
var að ráðamenn óttuðust enn að Þjóðverjar hefðu Íslendinga á
meginlandinu í greip sinni og gætu hefnt sín á þeim, ef Ísland lýsti
yfir stríði við þá með einum eða öðrum hætti. Einnig var talin hætta
á því að Þjóðverjar gætu þá hert árásir sínar á íslensk skip, en þessa
dagana í febrúar 1945 sökktu þeir stærsta farþegaskipi Íslendinga,
Dettifossi, í skipalest á Írlandshafi.96 Thor Thors hafði það eftir
bandaríska sendiherranum á Íslandi, að mikill ótti væri í Reykjavík
við árásir Þjóðverja vegna hugsanlegrar stríðsyfirlýsingar. Í sím-
skeyti til Thors sagði Ólafur Thors, að nær öll þjóðin væri andvíg
slíkri yfirlýsingu.97 Hér tórði hlutleysið því enn sem tjáningarform
þjóðernishyggju og veikburða vörn gegn dauðateygjum þýskra
nasista og kafbátaflotans sem herjaði upp að bæjardyrum Reykja-
víkur. Aðeins örfáum dögum fyrir stríðslok tortímdi þýskur kafbát-
hlutleysi íslands á hverfanda hveli 57
95 SA. Fundargerðabók utanríkismálanefndar Alþingis, 18., 24. febr., 1. mars
1945.
96 Sömu heimildir. — FO 371/50678. A. A. F. Haigh, minnisblað 23. febr. 1945.
Dreyfus til Edwards R. Stettinius, 14. febr., 1. mars 1945, FRUS, 1945, I (Wash-
ington D.C. 1967), bls. 86–87. — Pétur J. Thorsteinsson, Utanríkisþjónusta Ís-
lands I, bls. 232–235. — Thor Thors til Ólafs Thors, hljómplötur 19. mars, 23.
apríl 1945, í vörslu höfundar.
97 Thor Thors til Ólafs Thors, hljómplata 19. mars 1945. — Thor Thors, dagbók
28. febr. 1945.
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 57