Saga - 2006, Blaðsíða 166
un. Það er þegar hann fullyrðir að sú staðreynd að Hannes Steph-
ensen og kollegar hans úr prestastétt hafi ekki verið reknir úr emb-
ættum eftir Þjóðfund afsanni alls ekki þá viðteknu skoðun að
pólitískar ástæður hafi legið að baki brottvikningu Jóns Guð-
mundssonar sýslumanns og Kristjáns Kristjánssonar fógeta (GH,
bls. 222). Ég er alveg hjartanlega sammála Guðmundi en skil ekki
af hverju hann tekur þetta upp. Mér vitanlega er alls ekki hægt að
túlka texta minn á þennan hátt. Ég ítreka í umfjöllun minni að póli-
tískar ástæður hafi getað skipt miklu um brottrekstur þeirra síðast-
nefndu en ég bendi um leið á að báðir höfðu þeir fyrirgert rétti sín-
um til embættissetu fyrir Þjóðfund og að búið var að reka Kristján
áður en að Þjóðfundi kom. Á því leikur ekki nokkur vafi, alla vega
ekki fyrir þá sem skoðað hafa frumheimildir um málið.38 Þá þver-
tekur Guðmundur, við sama tækifæri, fyrir að Hannes Stephensen
hafi tilheyrt yfirstétt Íslands, en tekur um leið fram að hann hafi
verið barnabarn hans excellence Ólafs Stephensens, sonur hans
excellence Stefáns Stephensens og tengdasonur hans excellence
Magnúsar Stephensens. Ef eitthvað er að marka það sem ég hef sagt
hér að framan og þær rannsóknir fræðimanna sem ég hef vitnað til
þá held ég að þetta sé oftúlkað hjá Guðmundi.
Þá telur Guðmundur að málflutningur minn um Pereat skóla-
pilta í Latínuskólanum hafa snúist um einstaklinga sem „stóðu
utan þess [tengslanetsins] eða voru einungis laustengdir klúbbi há-
embættismannanna“ (GH, bls. 220–221). Hér telur Guðmundur að
engar ótvíræðar heimildir finnist og að oft megi finna miklu ein-
faldari skýringar á hegðun háembættismanna. Það er næsta athygl-
isvert að þeir fjórir stúdentar sem hófu mótmælin gegn Sveinbirni
rektor Egilssyni áttu það sameiginlegt að vera allir systkinasynir og
barnabörn Stefáns Stephensens. Að biskupinn sem skirrðist við að
reka þá væri mágur foreldra þeirra allra virðist hér alls ekki skipta
máli og það er bersýnilegt að Guðmundur telur fullyrðingar Péturs
Péturssonar, Sveinbjörns Egilssonar, Kristjáns Kristjánssonar og
fleiri innblandaðra um meint afskipti háembættismanna, og lægri
aðalsmanna eins og Hannesar Stephensens, vera hæpnar fullyrð-
ingar og tæplega mark á þeim takandi.39
Í upphafi þessarar greinar vísaði ég til þess að ég teldi að gagn-
rýni Guðmundar væri málefnaleg. Umfjöllun mín hér að ofan gæti
E I N A R H R E I N S S O N166
38 Einar Hreinsson, Nätverk och nepotism, bls. 212–218, 222–224.
39 Einar Hreinsson, Nätverk och nepotism, bls. 209–217.
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 166