Saga - 2006, Blaðsíða 136
Gíneu er því t.d. lýst sem vel gefnu eins og eftirfarandi setning úr
texta Cà da Mosto60 gefur til kynna: „þegar kemur að málum sem
þeir hafa þekkingu á standa þeir jafnfætis hverjum af okkur
[Evrópubúum]“, þótt einnig séu til dæmi um hið gagnstæða. Russel
bendir jafnframt á að í fyrstu lýsingunum á íbúum Kanaríeyja hafi
verið lögð áhersla á þá sem skynsamt fólk í vel skipulögðum sam-
félögum.61
Hugmyndin um Jón prest (Prester John) endurspeglar einnig
fjölbreytileika ímynda Afríku. Hún kom fyrst fram í Chronica eftir
Otto von Freisinger (1145) og er þá vísað í hann með nafninu Pres-
byter Iohannes (þ.e. ef marka má varðveittar heimildir). Í textanum
eru ættir Jóns prests settar í samhengi við ákveðna ætt í Biblíunni
og honum lýst sem auðugum mjög og sigursælum. Hann á að hafa
barist á móti Persum og ætlað sér að aðstoða kirkjuna í Jersúsalem
en gat það ekki vegna ytri aðstæðna. Eins og Relaño bendir á var
þessari hugmynd um Jón prest, kristin valdamikinn konung í fjar-
lægum löndum, tekið fagnandi á tímum krossferða og var haldið á
lofti allt fram á seinni hluta 16. aldar.62 Upphaflega var Jón prestur
tengdur Asíu og talinn sigursæll konungur þar en aukin þekking á
innviðum Asíu hafði í för með sér að hann var í auknum mæli stað-
settur í Afríku þegar kom fram á 14. öld, þá sérstaklega í Eþíópíu,
en eins og fyrr var sagt var landið lengi vel talið vera hluti af Asíu.
Relaño telur að ein fyrsta heimildin sem tengir Jón prest við Afríku
sé Mirabilia Descreptia (útg. um 1330) eftir Jordanus Catalani de Sé-
verac.63
Eins og dæmin hér að framan endurspegla, voru ímyndir Afríku
á þessu tíma ekki alltaf neikvæðar og einnig eru tengsl heimsálf-
anna, sem við nú köllum Evrópu og Afríku, mun eldri en oft er
talið. Evrópsk miðaldasamfélög voru t.d. tengd Eþíópíu í gegn-
um Jerúsalem og Egyptaland, og þegar krossfarar misstu aftur
yfirráð sín yfir Jerúsalem 1244,64 jókst mikilvægi Eþíópíu sem
K R I S T Í N L O F T S D Ó T T I R136
60 Ítalinn og ævintýramaðurinn Cà da Mosto skrifaði um ferðir sínar til Sene-
gambíu árin 1455 og 1465 á vegum Hinriks sæfara með það að markmiði að
upplýsa um ný leyndarmál um gullverslunina. Cà da Mosto gaf nákvæmar
lýsingar á því sem hann sá í ferðum sínum í bók sinni Navigazioni sem talin er
veita mikilvægar upplýsingar um líf fólks í þessum hluta Afríku.
61 Russel, „Veni, vidi, vici,“ bls. 124.
62 Relaño, The Shaping of Africa, bls. 52.
63 Relaño, The Shaping of Africa, bls. 56.
64 Þeir réðu yfir Jerúsalem á árunum 1099–1189 og aftur 1229–1244; sjá: H.W.
Debrunner, Presence and Prestige (Basel 1979), bls. 24.
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 136