Saga - 2006, Blaðsíða 209
hörde till ett bol eller dess brukare med detta avkastnings-
band, uppfattades som „löst“ (bls. 111–112).
Hér er að finna athyglisverða sýn á gamla bændasamfélagið og
hugmyndafræði þess. Bo leggur áherslu á að búið, eða bólið,
garðurinn, heimilið, hljóti að hafa verið hinn fasti punktur í tilver-
unni eins og ráða má af hugtökunum búfastur eða heimilisfastur.
Fólk sem átti eða notaði heimilið tilheyrði því sem órofin heild.
Nokkuð svipaða hugmynd má finna í grein minni og Helga
Þorlákssonar um heimilið á miðöldum. Þar lögðum við áherslu á að
hugtakið heimili næði til þess samfélags fólks sem átti sameigin-
legan bústað.5 Í þessu samhengi bendir Bo Rutström á að ekki var
þó sama hvort heimilisfólk bjó á erfðajörðum eða öðrum jörðum.
Óðalið, þekkt í orðmyndinni aðalból í Grágás, telur hann að hafi
verið skilgreint sem „fastari eign“ en þær jarðir sem gátu gengið
kaupum og sölum (bls. 115). Reikna má þó með að vitni hafi almennt
verið notuð við sölu jarðeigna, en sérstaða óðalsins, einnig kallað
heimajörð, hafi einkum verið að það var sú eign sem ekki átti að
hverfa úr ættinni. Það sem var keypt á torgum og strætum voru
„lausar eignir“ og því þurfti ekki vitni við kaup og sölu af slíkum
varningi. Heimaframleiddar vörur voru hins vegar hluti af þeirri
framleiðslu sem tengdist búinu og voru því „fastari“ en þær vörur
sem seldar voru á torgum. Um þetta eru reglur í kaupmálabálkum
hinna skandinavísku laga á 12. og 13. öld, svo sem bæði í Jósku
lögunum og í bæjarlögum Magnúsar Hákonarsonar, en af skiljan-
legum ástæðum er slík ákvæði ekki að finna í Grágás, enda fátt um
kaupstaði á Íslandi á þjóðveldistímanum (bls. 117, 119).
Áhrif frá kirkjurétti
Aðferðafræðilega er hér um að ræða mjög flókna rannsókn. Hún
tengist ekki bara könnun á þróun hugtakamyndunar landfræðilega
á Norðurlöndum, heldur einnig hvernig lögin eru málfarsleg heim-
ild um bæði ritunartímann og um eldri tíma. Um er að ræða
rannsókn sem sýnir fram á hvernig kortleggja megi málfarslegar
breytingar bæði í tíma og rúmi. Breytingarnar eru svo raktar til
ýmissa sögulegra atburða, svo sem kristnitöku og þróunar
Þ R Ó U N E I G N A R R É T TA R Á M I Ð Ö L D U M 209
5 Sjá í þessu samhengi skilgreiningu á hugtakinu heimili á miðöldum í: Agnes S.
Arnórsdóttir og Helgi Þorláksson, „Heimili“, Íslenska Söguþingið 28.–31. maí
1997. Ráðstefnurit (Reykjavík 1998), bls. 45.
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:27 Page 209