Saga - 2006, Blaðsíða 262
miklu lakari rétt en aðrir. Höfundur telur að lýðræðisþróunin hafi verið
helsta forsenda atvinnuleysistrygginga framan af öldinni. Þessi staðhæfing
er athyglisverð í ljósi þess hve seint Íslendingar tóku upp þessar tryggingar,
en höfundur skýrir það með sterkri andstöðu íhaldsafla og bænda.
Klaus Petersen og Klas Åmark fjalla um ellilífeyrismálin sem mikið hef-
ur verið skrifað um, sjaldnast þó með samanburðaraðferðinni eins og hér er
gert. Á þessu sviði skáru Norðurlönd sig sannarlega úr, tóku upp universal
kerfi og fjármögnuðu það með sköttum. Danir ruddu brautina undir lok 19.
aldar á sinn sérstaka hátt: lögðu skatt á bjór (og fleira) til að fjármagna
tryggingarnar. Áherslan í rannsóknum á síðari árum hefur beinst mjög að
því hverjir voru helstu mótunaraðilar ellilífeyristrygginga og telja sumir
fræðimenn að áhrif og framlag sósíaldemókrata hafi verið minna en við-
teknar hugmyndir hafa gert ráð fyrir.
Í ritgerð Inger Elisabeth Haavet um mjólk, mæður og hjónaband er fjall-
að um hvaða stefnu Norðurlönd hafa fylgt í málefnum fjölskyldunnar.
Þunginn í umfjöllun Haavet kemur á Noreg, sem tók snemma upp róttæk-
ari stefnu í sumum efnum en önnur Norðurlönd. Haavet leitar svara við
spurningunni: Í hvaða skilningi er hægt að telja norrænu samfélagsgerðina
fjölskylduvæna og hvernig tengist sú stefna hugmyndum um jafnrétti kynj-
anna? Umfjöllunarefnin eru m.a. samræming hjúskaparlöggjafar 1909–
1929, afstaða til barneigna, umönnun og uppeldi barna og sú grundvallar-
breyting á félagsmálastefnu eftir 1960 að gengið var út frá því að bæði
hjónin ynnu fyrir fjölskyldunni.
Per Haave fjallar um það hvernig spítalar urðu helstu stofnanir heil-
brigðiskerfisins, en þeir fengu jafnvel enn meira vægi á Norðurlöndum en
annars staðar. Í greininni er m.a. rætt um hlutverk ríkisins í spítalavæðing-
unni, eignarhald og rekstur spítala og hvaða stefnu stjórnmálaflokkarnir í
Svíþjóð, Noregi, Danmörku og Finnlandi fylgdu á þessu sviði.
Þá koma þrjár styttri greinar. Riitta Oittinen skrifar grein um velferð,
heilsu og verkakonur í Finnlandi á fyrri hluta 20. aldar og beinir kastljósinu
að hugmyndum kvenna í röðum sósíaldemókrata um heilsuvernd. Urban
Lundberg skrifar um samstarf verkalýðshreyfinga á Norðurlöndum og um-
ræður þeirra á milli um vandamál sem steðjuðu að velferðarkerfinu á síð-
ustu áratugum 20. aldar. Loks er grein eftir Klas Åmark um atvinnuþátt-
töku á Norðurlöndum á 20. öldinni, studd miklu tölfræðiefni. Þótt atvinnu-
þátttaka hafi hvergi verið meiri en á Norðurlöndum á undanförnum ára-
tugum telur Åmark aukninguna eftir 1960 hafa verið ofmetna vegna þess
að útivinna kvenna er kerfisbundið vantalin í manntölum.
Í lok bókar eru teknar saman helstu niðurstöður. Ein sú athyglisverð-
asta er að norrænu ríkin hafi í upphafi byggt velferðarkerfi á ólíkum grunni
en smám saman færst nær hvert öðru. Að undanförnu hafi hins vegar far-
ið að gæta aukinnar sundurleitni, ekki síst vegna aðildar Danmerkur, Sví-
þjóðar og Finnlands að Evrópusambandinu.
Guðmundur Jónsson
R I T F R E G N I R262
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:27 Page 262