Saga - 2006, Blaðsíða 260
verkanir vaxandi borgarsamfélags, eins og áhrif þess á matartíma Reykvík-
inga. Umfjöllun um Breiðholtsbyggðir með þrenns konar forsendur skipu-
lags leiða hugann að áhrifum mismunandi húsagerðar á líðan og velsæld
borgaranna. Og eftir því sem fólkinu fjölgar og borgin vex verður skipulag
og meðferð umhverfisins sífellt meira áberandi, mistök er erfitt að leiðrétta
en það má vonandi læra af þeim og aðhald almennings hlýtur að skipta máli.
Við almennir borgarar þurfum og eigum að veita stjórnmálamönnum
og skipulagsyfirvöldum aðhald því það skiptir okkur máli hvernig um-
hverfi okkar er mótað. Það er mér minnisstætt þegar spurt var á ráðstefnu
um umhverfismál fyrir mörgum árum: Hvernig viljum við að landið líti út?
Þessi spurning rifjaðist upp við lestur bókarinnar þar sem fjallað er um
aukna þátttöku almennings í skipulagi og ég vil því spyrja: Hvernig viljum
við að umhverfi okkar, borg eða bær, líti út? Við berum ábyrgð á því, við
kjósum okkur fulltrúa en okkar hlutverk er einnig að veita þeim aðhald en
ekki standa til hlés og kvarta í kaffiboðum.
Hér er á ferðinni mikill fróðleikur en líka skemmtilesning sem á fullt er-
indi til almennings, og Borgarbrot ætti að vera skyldulesning allra borgar-
fulltrúa og annarra er láta sig borgar-, bæjar- og sveitarstjórnarmálefni
varða.
Gerður Róbertsdóttir
THE NORDIC MODEL OF WELFARE. A HISTORICAL REAPPRAI-
SAL. Ritstjórar Niels Finn Christiansen, Klaus Petersen, Nils Edling
og Per Haave. Museum Tusculanum Press. Kaupmannahöfn 2006. 432
bls. Viðbætir er með tölum um mannfjölda, vinnumarkað og stjórn-
mál á Norðurlöndum.
Hugmyndin um sérstaka norræna samfélagsgerð eða „norræna módelið“
hefur verið á sveimi síðan á fjórða áratug síðustu aldar. Þótt orðið módel
hafi ekki verið notað í þessu sambandi fyrr en eftir 1980, hafa menn bæði í
pólitískri og fræðilegri umræðu þóst greina ákveðin samkenni meðal sam-
félaga á Norðurlöndum sem réttlæta slíka hugsmíð. Norrænu velferðarrík-
in eru sögð einkennast af umsvifamiklu ríkisvaldi, víðtækum velferðarrétt-
indum fyrir alla, sterkri stöðu kvenna, sérstöku skipulagi á vinnumarkaði
og pólitískum áhrifum sósíaldemókrata.
Í þessu vandaða greinasafni hefur hópur norrænna sagnfræðinga tekið
sér fyrir hendur að skoða sögulega og með gagnrýnum augum kenninguna
um norrænu samfélagsgerðina. Aðstandendur ritsins gera í ítarlegum inn-
gangi grein fyrir viðfangsefninu og á hvaða forsendum það er unnið. Þeir
benda á að félagsvísindamenn hafi til skamms tíma verið einráðir í rann-
sóknum á velferðarríkinu, en sagnfræðingar hafi merkilega lítið látið til sín
taka. Þetta hafi þó breyst á síðustu 10–15 árum og sjálfir eru höfundarnir
R I T F R E G N I R260
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:27 Page 260