Saga - 2006, Blaðsíða 104
einnig reglulega fyrir sýningum á leiknum kvikmyndum í almenn-
um kvikmyndahúsum borgarinnar. Fyrstu árin sýndi MÍR kvik-
myndir sem voru gerðar í stjórnartíð Stalíns, t.d. myndirnar Æskan
á þingi (mynd frá Alþjóðaæskulýðsmótinu, heimsmóti stúdenta og
æskulýðs í Búdapest árið 1949), Orrustan um Stalíngrad (Stalíngrad-
skaja bítva, 1949) (mynd um orrustuna við Stalíngrad í síðari
heimsstyrjöldinni) og Þorpskennarinn (Selskaja útsjítelnítsa, 1947)
(mynd frá Síberíu sem gerist fyrir og eftir byltinguna). Sérstakar
kvikmyndasýningar voru einnig haldnar fyrir íslenskar sendi-
nefndir áður en þær lögðu land undir fót til að heimsækja Sovétrík-
in. Kvikmyndir sem sendinefndir sáu fjölluðu oft um þá staði sem
nefndirnar áttu að heimsækja og áttu myndirnar að gefa ferðalöng-
unum nasasjón af því sem beið þeirra.69 Fyrir utan fræðslumyndir
og ævisögulegar kvikmyndir mátti finna í safni MÍR kvikmynda-
perlur eftir leikstjórana Sergej M. Eisenstein, Andrej Tarkovskíj,
Grígoríj Kozíntsev, Aleksandr Ptushko, Leoníd Gaidai og Andrej
Míkhalíkov-Kontsjalovskíj og ófáar kvikmyndaaðlaganir eftir bók-
menntaverkum höfunda eins og Míkhaíl Sholokhov, Fyodor Dosto-
jevskíj, Lev Tolstoj, Ívan Sergejevitsj Túrgenev og Maxím Gorkíj.
Kristinn E. Andrésson lagði mikla áherslu á að miðlun og sýn-
ingarhald á sovétkvikmyndum væri mikill og merkur þáttur í starfi
félagsins. Á öðru ársþingi félagsins árið 1952 greindi hann t.d. frá
því að eftirspurn eftir myndum hefði verið mikil og farið vaxandi á
árinu, ekki eingöngu frá deildum félagsins á landsbyggðinni held-
ur einnig víða frá stofnunum og stöðum þar sem engar MÍR-deild-
ir störfuðu.70 Á árunum 1952–1953 voru félagsdeildirnar úti á landi
orðnar 16 talsins og félagsmenn alls um 2000.71 Mikið af myndun-
um sem voru sendar út á land voru 16mm stuttar frétta- og heim-
ildamyndir en einnig voru 35mm kvikmyndir, bæði heimilda-
myndir og leiknar myndir, sendar á staði þar sem viðeigandi sýn-
ingarbúnaður var fyrir hendi. Í Tímariti MÍR segir að um 25.000
manns hafi séð sovéskar kvikmyndir yfir vetrarmánuði ársins
1953.72 MÍR lánaði ekki eingöngu út kvikmyndir heldur einnig
16mm sýningarvélar, bæði til einstaklinga og félaga, eins og verka-
T I N N A G R É TA R S D. O G S I G U R J Ó N B. H A F S T E I N S S O N104
69 Viðtal við Jón Múla Árnason, 11. og 12. júlí 2001.
70 Kristinn E. Andrésson, „Hagsmunir Íslands heimta breytta afstöðu til Ráð-
stjórnarríkjanna“, Tímaritið MÍR (1952), bls. 9.
71 Viðtal við Ívar H. Jónsson, 8. júlí 2001.
72 Tímaritið MÍR (1953), bls. 30.
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 104