Breiðfirðingur - 01.04.1975, Side 25
BRElfiFXRÐINGUR
23
niður utan við gamalt eldhús að húsabaki, sett stóra hellu
yfir og hafi hún legið kyrr síðan.
Þegar ég fór frá séra Friðrik fékk hann ráðskonu úr
Reykjavík, hún var ekkja og hét Ingigerður ,hún var fín
kona, gekk með slegið sjal og var kölluð maddama Ingi-
gerður, hún var hjá presti til dauðadags og hlynnti vel að
honum. Séra Friðrik lifði 1% ár eftir að ég fór.
Einu sinni heimsótti ég prest eftir að ég fór frá honum,
þá sagði hann við mig: Illa sækir þú að mér fuglinn minn,
það hefur verið stolið frá mér tveimur bókum, Grallaran-
um og sálmabókinni sem ég las alltaf í á kvöldin“. „Þér
sögðuð mér einu sinni að þér gætuð látið þá koma með
það aftur sem frá yður stælu, hvers vegna notið þér ekki
kunnáttu yðar?“ -— „Ég er orðinn of gamall til þess, fugl-
inn minn, að eiga við slíkt, vil heldur líða skaðann.“
Ég vil aðeins bæta því við þessar sögur mínar, að sr,
Friðrik leið ekki blót né ljótt orðbragð á sínu heimili og
vildi hafa í heiðri gamla siði og reglur og nú sýndi hann
mér svart á hvítu að ekki var ástæðulaust þó hann vildi
passa vel bækur sínar, þennan fjársjóð sem hvergi var til
í allri sveitinni og þótt víðar væri farið.“
Hér enda frásögur Jófríðar af sr. Friðrik.
Síðasta árið sem Jófríður var ráðskona hjá sr. Friðrik,
var hún komin í kunningsskap við pilt, sem hét Alex-
ander Loftsson og var ættaður úr Dalasýslu. Hann kom
stundum að Gröfum og var mér sagt að presti hefði ekk-
ert verið um komur hans gefið. Hann hefur séð að kunn-
ingsskapur var með honum og ráðskonunni og hana vildi
hann ekki missa.
Eftirfarandi saga var mér sögð af kunnugri konu: Sr.