Breiðfirðingur - 01.04.1975, Page 59
BREIÐFIRÐINGUR
57
Upp af bátastæðunum er brunnur og var það aðalvatns-
ból eyjarinnar, sá brunnur var kallaður Láki, sennilega
eftir Þorláki Ebenezerssyni, sem lét grafa hann.
A rananum í milli Innstuvarar og Suðurvarar var fisk-
hjallur, þorskhausagarðar ásamt stakkstæði.
Vestan við Suðurvör er klettarani, sem kallaður er Kast-
ali. Á Kastalanum var fjárhús ásamt hlöðu. í norður frá
þeim var kálgarður, við norðurenda hans var hlaða með
áfastri skemmu, norðan við skemmuna voru bæjarhúsin,
við þau voru bæjargöng ásamt úti-eldhúsi, þar fyrir norðan
var kálgarður.
I vestur frá bænum var kálgarður og niður frá honum
er svo aðallendingin sem er Sandvík, sem nær frá Kastal-
anum í norður að granda, sem er á milli Heimaeyjar og
Þernuhólma.
Þarna var hlaðin grjótbryggja (ca. sjötíu metra löng)
en hún vildi endast illa, grjótið í henni var heldur smátt
og illa lagað til hleðslu.
Norður frá hólmarifinu, er boði sem heitir Magáll, var
þar mikil sölvaspretta og undi sauðfé sér þar vel.
Norður af Magál eru tvö sker, hvort norður af öðru, sem
heita Hnúur, þær koma upp um hálf-útfallinn sjó.
Þá er röðin komin að næstu eyju sem er Þernuhólmi,
sem er áfastur Heimaeyjunni, með urðagranda og mynd-
ast því skeifumyndaður vogur á milli Heimaeyjunnar og
hólmans, sem er eins og fyrr er sagt, sæmilegasta lending.
Hólminn er allur hærri en Heimaeyjan, en hæstur er
hann þar sem að Heimaeynni snýr, þar er hæðarhryggur
sem er frá norðri til suðurs og hæst til beggja enda og á
þeim (endunum) voru litlar vörður sem notaðar voru