Breiðfirðingur - 01.04.1975, Side 61
BREIÐFIRÐINGUR
59
Suðaustanverðu á Rauðseyjarstykki er hóll vel gróinn
melgresi, heitir hóllinn Kirkja, sagt var að huldufólk í
Skarðshreppi og eyjunum ætti þangað kirkjusókn.
Á þessum bletti hvíldu álög sem voru, að ekki mátti nytja
melgresið, hvorki til slægna né annars og áttu álögin að ná
yfir allan þann blett, sem melgresi óx á, yrði út af þessu
brugðið og bletturinn nytjaður átti það að koma fram
annað hvort í skaða á mönnum eða skepnum.
Vestan á Rauðseyjarstykki var garðbrot og tvö tóftar-
brot, sem ég veit ekki hvað hefur verið.
Norðvestan á Rauðseyjarstykkinu er brekka sem hallar
að víkinni sem gengur inn í eyna frá norðri og heitir sú
brekka Illibali, í norðurjaðri brekkunnar, er klettur sem
var kallaður Haus.
Næst er svo Miðey, síðan Vesturey, var þar smá kofi
sem var notaður þegar setið var yfir fé á vorin og haustin.
Við vesturenda eyjarinnar er smá sker, sem kallað var
Miðeyjarsker. Á milli Heimaeyjar og Miðeyjar eru flúðir,
sem heita Rauðmagasker, þar voru aðal hrognkelsalagn-
irnar.
Við suðvestur horn Vestureyjar er smá sker sem var
kallað Drápssker, og var ekki ótítt að sauðfé flæddi þar
og drukknaði.
í suðaustur frá Rauðseyjarstykki er smá boði, ekki veit
ég nafn á honum, en þar voru lagðar lúðulóðir fyrir fram-
an boðann og var talið til síðinda, ef þar brást veiði.
Og þykist ég hafa gert Miðey skil og hennar fylgidóti,
verður þá næst snúið sér að næstu eyju, sem er í suður frá
Miðey og heitir Suðurey og sundið á milli þeirra Suður-
eyjarsund. Suðurey er heldur minni en Miðey, en við